Enski boltinn

Þrír reknir frá Leicester vegna rasísks kynlífsmyndbands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Pearson verður að leita sér að nýju liði.
James Pearson verður að leita sér að nýju liði. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Leicester City hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu vegna kynlífsmyndbands sem þeir gerðu í æfingaferð í Taílandi en eigendur Leicester, feðgarnir Vichai og Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eru frá landinu.

Leikmennirnir sem um ræðir heita Tom Hopper, Adam Smith og James Pearson, en sá síðastnefndi er sonur Nigels Pearson, knattspyrnustjóra Leicester.

Í myndbandinu sjást leikmennirnir liggja naktir uppi í rúmi þar sem þeir fara niðrandi orðum um þrjá þarlendar konur sem voru staddar í herberginu.

Leikmennirnir voru sendir heim úr æfingaferðinni í kjölfar þess að myndbandið, sem þeir tóku sjálfir upp, lak á netið. Þeir báðust afsökunar á athæfi sínu en nú er ljóst að dvöl þeirra hjá Leicester er á enda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×