Lífið

Lífið á Secret Solstice

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin verður eflaust frábær um helgina.
Stemningin verður eflaust frábær um helgina. vísir
Tónlistahátíðin   Secret   Solstice  fer fram um helgina í Laugardalnum. Þetta er annað árið í röð sem hátíðin fer fram og tókst gríðarlega vel til fyrir ári síðan. 

Meðal þeirra sem koma fram á  Secret   Solstice  í sumar eru  Wu-Tang   Clan Moodymann Erol   Alkan Flight   Facilities The   Wailers GusGus KiNK Route  94, Daniel  Avery FM   Belfast  og  DJ  sett með heimsfrægu sveitinni  Zero  7 frá Frakklandi. Einnig má nefna  FKA   Twigs Kelis , Hjálma,  Skream  og  Totally  og  Enourmous   Extinct   Dinosaurs

Þetta er aðeins lítill hluti af þeim listamönnum sem koma fram á hátíðinni. Lífið verður á staðnum alla helgina og hér að neðan má fylgjast með gangi mála. Lífið mun tísta eins og enginn sé morgundagurinn og birta myndir og viðtöl. 

Einnig má fylgjast með gestum hátíðarinnar en íslenska appið Watchbox gerir okkur það kleift. Með appinu getur hver sem er tekið myndir og myndbönd, sent inn á rásina #secretsolstice og þannig verður til sameiginleg saga af hátíðinni.

Búist er við um tíu þúsund manns í Laugardalnum um helgina og því má búast við töluvert af myndböndum. Watchbox er frítt í App Store.

Kassamerkið #secretsolstice verður einnig fyrirferðarmikið á Twitter og má fylgjast með umræðunni hér að neðan.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem tónleikagestir settu inn á Instagram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×