Enski boltinn

Tottenham heldur áfram að safna hægri bakvörðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Trippier hóf feril sinn hjá Manchester City.
Trippier hóf feril sinn hjá Manchester City. vísir/getty
Tottenham hefur gengið frá kaupunum á hægri bakverðinum Kieran Trippier frá Burnley.

Trippier, sem er 24 ára, skrifaði undir fimm ára samning við Tottenham sem endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.

Trippier lék alla 38 leikina í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og lagði upp fjögur mörk. Það dugði þó ekki til að bjarga Burnley frá falli.

Ljóst er að hörð barátta verður um stöðu hægri bakvarðar hjá Spurs á næsta tímabili en fyrir hjá liðinu eru Kyle Walker, DeAndre Yedlin og Eric Dier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×