Fótbolti

England til í að halda HM 2022

Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, með Michel Platini, forseta UEFA.
Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, með Michel Platini, forseta UEFA. vísir/getty
Englendingar voru fljótir að nýta sér breytingar innan FIFA og hafa nú komið því á framfæri að þeir séu til í að halda HM 2022 ef mótið verður tekið af Katar.

Verið er að skoða hvernig staðið var að valinu á HM 2018 og 2022 en sterkur grunur er um að mútur hafi tryggt Rússum og Katörum mótin.

Margir hafa farið fram á að mótin verði tekin af þessum þjóðum. Íþróttamálaráðherra Breta, John Whittingdale, segir að allt sé til staðar á Englandi ef mótið 2022 losni.

England reyndi að fá HM 2018 á sínum tíma en mátti sætta sig við að horfa á mótið fara til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×