Enski boltinn

Knattspyrnukempa í framboð til borgarstjóra Lundúna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sol Campbell í landsleik.
Sol Campbell í landsleik. vísir/getty
Sol Campbell, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt að hann ætli í framboð til borgarstjóra í Lundúnum. Kosningar fara fram á næsta ári en Campbell þekkir vel til í London þar sem hann spilaði stærstan hluta ferils síns.

Campbell, sem lagði skóna á hilluna árið 2012, mun koma fram á fundi íhaldsmanna þann 4. júlí en hann gerði framboð sitt ljóst í viðtali við Sun Nation um helgina.

Campbell segist vera meðvitaður um að hann sé ekki líklegastur til að komast til valda.

Hafi þurft að hafa fyrir hlutunum

„En þegar ég horfi á fólk sem hefur verið í stjórnmálum í fimm, tíu, fimmtán ár og klúðra hlutunum, þú sérð þau klúðra og hugsar að þetta fólk eigi að heita fagfólk!“

Campbell segist koma með nýjungar inn í stjórnmálin og þetta hafi verið skref sem hann þurfti að taka. Hann sé af verkamönnum kominn og hafi þurft að hafa fyrir hlutunum í gegnum árin.

Campbell spilaði lengst af feril síns með Tottenham og Arsenal en liðin eru erkifjendur í London. Þá skoraði hann bæði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006 og spilaði bæði á EM og HM fyrir hönd Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×