Fótbolti

Enn skorar Kjartan Henry

vísir/daníel
Kjartan Henry Finnbogason er sjóðheitur með liði sínu Horsens í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Liðið tók í dag á mótu Vejle og skildu liðin jöfn, 2-2. Kjartan Henry skoraði fyrra mark Horsens þegar hann jafnaði metin í 1-1 á 57. mínútu.

Kjartan Henry er kominn með 10 mörk á þessari leiktíð og er markahæsti leikmaður Horens á tímabilinu. Horsens er sem stendur í 7. sæti deildarinnar þegar einungis ein umferð er eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×