Fótbolti

Slagsmál eftir leik Rangers og Motherwell

Bilel Mohsni, leikmaður Rangers, missti stjórn á sér eftir leikinn gegn Motherwell.
Bilel Mohsni, leikmaður Rangers, missti stjórn á sér eftir leikinn gegn Motherwell. vísir/getty
Það er ljóst að Motherwell mun halda sæti sínu í skosku úrvalsdeildinni eftir sannfærandi 3-0 sigur á Rangers í leik um sæti í deildinni. Rangers endaði í þriðja sæti í skosku Championship deildinni en Motherwell í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar.

Allt ætlaði að sjóða upp úr í leikslok þegar Bilel Mohsni, varnarmaður Rangers, virtist eiga eitthvað vantalað við Lee Erwin, leikmann Motherwell.

Stuart McCall, stjóri Rangers, var allt annað en kátur með framgöngu Bilel Mohsni og sagði að hann yrði ekki hjá liðinu á næstu leiktíð.

"Ef hann hefur slegið til andstæðingsins, þá er það til skammar. En það er óhætt að segja að hann verði ekki hér á næstu leiktíð. Hann er samningslaus," sagði McCall.

Skoska lögreglan er með málið á sínu borði.

"Lögreglan mun rannsaka málið í samráði við hlutaðeigandi aðila og taka síðan ákvörðun um það hvernig best sé að taka á þessu máli á næstu dögum," var haft eftir lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×