Lóan boðar komu sumars í Gamla Bíó: "Þetta verður rosaleg keyrsla“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. apríl 2015 17:28 Hluti þeirra sem kemur fram á Lóu. „Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég sá að vísu eina lóu um daginn og henni virtist vera kalt. Það er hins vegar enginn séns á því að þessi Lóa verði köld,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, Benni B-Ruff, en hann er einn af forsprökkum viðburðar sem heitir Lóa. Þann 16. maí næstkomandi koma fram nítján plötusnúðar í Gamla Bíó og draga fram það allra besta sem þeir hafa upp á að bjóða . Listamennirnir nítján munu skiptast niður í fjóra hópa, Tetriz, Blokk, Plútó og Yamaho. Til eru útvarpsþættir sem bera þessi heiti og eru þeir allir á X-Tra að Tetriz undanskildum sem er á X-inu. „Við ætlum að fagna sumrinu. Mér hafði dottið í hug að halda skemmtilegan DJ-viðburð til að fagna komu sumarsins og Lóu nafnið datt í raun inn um leið. Ef vel tekst til núna er stefnan að hafa þetta árlegt.“ Tetriz þetta kvöldið skipa þeir B-Ruff og Fingaprint en sá síðarnefndi mun dusta rykið af vínylplötum. Í Blokk eru Housekell, Introbeats, Símon fknhndsm, Viktor Birgiss, Jónbjörn, Ómar E, Moff & Tarkin og Jón Reginald. Í Plútó má finna Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandra, Skurð, Juliu Ruslanovna, Skeng, Magga B og Gunna Ewok. DJ Yamaho verður síðan ein og sér. Hóparnir munu stíga á svið í þessari röð. „Ég held að menn eigi eftir að draga fram einhverjar rosalegar keyrslur fyrir kvöldið,“ segir Benni. „Mögulega verður þarna að finna eitthvað örlítið sumarlegra í tilefni af hækkandi sól en fyrst og fremst verður þetta keyrsla alla leið.“ Miðasala er hafin á Miði.is. Herlegheitin fara fram 16. maí næstkomandi og hefjast kl. 22.30.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“