Bakka hringveginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:00 Gunnar Hansson er höfundur kvikmyndarinnar BAKK en hann leikstýrir myndinni og leikur einnig eitt aðalhlutverkið. vísir/stefán „Ég er að búa mér til skemmtilegasta verkefni sem ég gæti mögulega búið mér til, ég er bíladellukall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leikarinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber titilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Mystery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málmhaus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um landið. „Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að bakka hringinn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar.Davíð Óskar ÓlafssonÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfnun einstaklings fyrir góðan málstað, hann gerði þetta einn í ævintýramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kringum páskaleytið. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
„Ég er að búa mér til skemmtilegasta verkefni sem ég gæti mögulega búið mér til, ég er bíladellukall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leikarinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber titilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Mystery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málmhaus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um landið. „Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að bakka hringinn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar.Davíð Óskar ÓlafssonÞetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfnun einstaklings fyrir góðan málstað, hann gerði þetta einn í ævintýramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kringum páskaleytið.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira