Enski boltinn

Brendan Rodgers: Man. City búið að opna Meistaradeildardyrnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna í gærkvöldi.
Leikmenn Liverpool fagna í gærkvöldi. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var vongóður eftir 2-0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, vongóður um að Liverpool gæti enn náð fjórða og síðasta sætinu inn í Meistaradeildina.

Liverpool er nú fjórum stigum á eftir Manchester City þegar sex leikir eru eftir en City-liðið hefur tapað fjórum af sex síðustu deildarleikjum sínum.

„Við eigum möguleika en auðvitað þurfum við að treysta á það að önnur lið misstígi sig," sagði Brendan Rodgers við BBC eftir sigurinn í gær.

„Ég er viss um að það á mikið eftir að gerast á lokasprettinum. Við ætlum að berjast allt til enda því eins og við sáum í fyrra þá getur margt breyst," sagði Rodgers

„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Við vissum að við urðum að vinna. Ef við höldum áfram að vinna þá er allt hægt. Við erum að fá mikilvæga leikmenn til baka og Manchester City hefur kannski opnað aðeins dyrnar fyrir okkur," sagði Rodgers.

Næsti deildarleikur Liverpool er ekki fyrr en á móti West Bromwich Albion eftir ellefu daga en Manchester City spilar við West Ham United á heimavelli sínum. Liverpool mætir Aston Villa í undanúrslitum enska bikarsins um næstu helgi.


Tengdar fréttir

Sakho frá í mánuð

Enn eitt áfallið fyrir Liverpool fyrir lokasprett tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×