Enski boltinn

Sturridge tæpur fyrir helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur áhyggjur af stöðu Daniel Sturridge og segir óvíst hvort að leikmaðurinn gegi spilað gegn Aston Villa í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag.

Sturridge hefur verið að glíma við meiðsli allt tímabilið og fékk högg í leiknum gegn Blackburn í 8-liða úrslitum bikarsins. Hann er nýkominn aftur af stað eftir fimm mánaða fjarveru.

„Við munum sjá til hvernig honum gengur í vikunni,“ sagði Rodgers eftir 2-0 sigur Liverpool á Newcastle í kvöld. Sturridge missti af leiknum vegna meiðslanna.

Rodgers vildi ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að varnarmaðurinn Mamadou Sakho verði frá næsta mánaða vegna meiðsla sem hann varð fyrir, einnig gegn Blackburn.


Tengdar fréttir

Sakho frá í mánuð

Enn eitt áfallið fyrir Liverpool fyrir lokasprett tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×