Enski boltinn

Enn lifir Meistaradeildarvon á Anfield | Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki Joe Allen í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna marki Joe Allen í kvöld. Vísir/Getty
Liverpool komst upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Newcastle í kvöld. Raheem Sterling og Joe Allen skoruðu mörk heimamanna.

Liverpool er nú fjórum stigum eftir Englandsmeisturum Manchester City, sem er í fjórða sæti, og getur því enn gert sér von um að vinna sér inn þátttökurétt fyrir næsta tímabil í Meistaradeild Evrópu.

Sterling kom Liverpool á bragðið strax á níundu mínútu með laglegu skoti eftir að hafa farið illa með varnarmenn Newcastle.

Dejan Lovren var svo stálheppinn að fá ekki dæmt á sig vítaspyrnu eftir að hann virtist hafa brotið á Ayoze Perez, en Lee Mason dómari mat það ekki svo.

Allen innsiglaði svo sigurinn 20 mínútum fyrir leikslok með skoti af stuttu færi en stuttu síðar fékk Moussa Sissoko að líta rauða spjaldið fyrir fólskulega tæklingu á Lucas Leiva, miðjumann Liverpool.

Newcastle hefur nú tapað fjórum leikjum í röð í deildinni en liðið er í þrettánda sæti með 35 stig.

Raheem Sterling kom Liverpool yfir á 9. mínútu: Leikmenn Newcastle vildu fá víti í fyrri hálfleik: Joe Allen kom Liverpol 2-0 yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×