Enski boltinn

Sakho frá í mánuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sakho liggur í grasinu í leiknum gegn Blackburn.
Sakho liggur í grasinu í leiknum gegn Blackburn. Vísir/Getty
Samkvæmt enskum fjölmiðlum verður varnarmaðurinn Mamadou Sakho, leikmaður Liverpool, frá næstu fjóru vikurnar vegna meiðsla.

Sakho meiddist í leik liðsins gegn Blackburn í ensku bikarkeppninni í síðustu viku og er hann nú kominn með greiningu á meiðslunum sínum en um tognun aftan í læri er að ræða.

Hann missir því af leik Liverpool gegn Newcastle í kvöld sem og undanúrslitaleiknum í bikarnum gegn Aston Villa á sunnudag.

Liverpool á enn möguleika á að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en spilar líklega ekki aftur með liðinu fyrr en í allra síðustu leikjum tímabilsins.

Leikur Liverpool og Newcastle hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×