Enski boltinn

Gary Neville: Sterling er hjá félagi sem mun hjálpa honum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling fagnar marki sínu í gær.
Raheem Sterling fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty
Raheem Sterling var heldur betur í sviðsljósinu í gærkvöldi, því auk þess að skora fyrra mark Liverpool-liðsins í 2-0 sigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni þá birtust myndir af honum þar sem hafði tekið inn hláturgas.

Margir hafa áhyggjur af hegðun Raheem Sterling utan vallar en þessi stórefnilegi knattspyrnumaður hefur verið fastagestur á forsíðum blaðanna og oftar en ekki fyrir framkomu sína utan vallar.

Gary Neville, knattspyrnuspekingur hjá Sky Sports og aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, þekkir vel til stráksins unga.

„Á mínum tíma hjá United þá komu oft upp ýmis atvik hjá leikmönnum en það er ótrúlegt að sjá fyrirsagnirnar sem þessir strákar fá í dag," sagði Gary Neville.

„Þegar Raheem Sterling mun líta til baka á þessa síðustu tólf til átján mánuði þá mun hann örugglega viðurkenna að þetta hafi verið sjokk fyrir hann," sagði Neville og nefndi þar samningamálin, það að fara á HM og að keppa um titilinn.

„Hann verður að nota þessa upplifanir rétt, bæði þær góðu og þær slæmu. Það er mikil pressa á honum og það eru miklar væntingar bornar til hans," sagði Neville.

„Hann verður að komast út úr þessu sem betri persóna og sem betri leikmaður. Hann mun líka gera það því hann er jarðbundinn og einbeittur. Ég hef unnið með honum í enska landsliðinu og hann æfir vel og leggur mikið á sig," sagði Neville.

„Ég held líka að hann sé hjá rétta félaginu. Fólkið í kringum hann mun hjálpa honum og passa upp á að hann haldi sig á réttri braut," sagði Neville.


Tengdar fréttir

Brendan Rodgers: Man. City búið að opna Meistaradeildardyrnar

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var vongóður eftir 2-0 sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, vongóður um að Liverpool gæti enn náð fjórða og síðasta sætinu inn í Meistaradeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×