Lífið

Miðasala á Þjóðhátíð í Eyjum hefst á morgun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stemningin í Dalnum er oft ólýsanleg.
Stemningin í Dalnum er oft ólýsanleg. vísir/óskar
Forsala miða á Þjóðhátíð í Eyjum hefst á morgun. Hátíðin í ár fer fram dagana 31. júlí – 2. ágúst og er von á mörgum venju samkvæmt.

Meðal þeirra sem staðfest hefur verið að muni halda uppi stemningunni í Herjólfsdal má nefna FM Belfast, AmabAdamA, Páll Óskar, Ný Dönsk og heimamanninn Júníus Meyvant. Ljóst er að fleiri eiga eftir að bætast í hópinn og dagskráin verður glæsileg.

Líkt og áður segir hefst forsala miða á morgun inn á dalurinn.is. Fyrir þá sem geta ekki beðið lengur eftir hátíðinni fylgir myndband sem rifjar upp stemninguna frá því í fyrra.


Tengdar fréttir

AmabAdamA og FM Belfast spila í Eyjum

Fyrstu hljómsveitirnar sem staðfest er að spili á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Flestir meðlimir munu sjá sína fyrstu Þjóðhátíð nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×