AmabAdamA og FM Belfast spila í Eyjum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2015 08:00 Reggíið frá AmabAdamA getur breytt óveðri í sólskin. mynd/aðsend Reggístórsveitin AmabAdamA og stuðbandið FM Belfast munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Sveitirnar eru tvær þær fyrstu sem tilkynnt er að spili á hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Þjóðhátíð og meira að segja í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“ segir Steinunn Jónsdóttir en hún syngur í AmabAdamA ásamt Gnúsa Yones, barnsföður sínum, og Sölku Sól Eyfeld. AmabAdamA gaf í fyrra út plötuna Heyrðu mig nú sem var ein vinsælasta plata ársins. Óhætt er síðan að fullyrða að lagið Hossa hossa hafi verið sumarsmellur ársins í fyrra en lgið tróndi svo vikum skipti efst á vinsældalistum útvarpsstöðva. „Þetta hefur legið aðeins í loftinu og dálítið síðan þessari hugmynd var fyrst velt upp,“ segir Steinunn aðspurð um það hvort það hafi legið lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En við fengum þetta ekki staðfest fyrr en í gær.“ Meðlimir hljómsveitarinnar eru alls níu og Steinunn segir að líklegast sé að þau muni sigla með Herjólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekkert okkar hafi komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega gæti trommarinn hafa spilað þar einu sinni.“Á BRÓKINNI Árni á sviði á Iceland Airwaves síðasta haust.fréttablaðið/andri marinó„Ég er spenntastur fyrir hvítu tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn söngvara FM Belfast. „Ég er með konu á námskeiði sem segir að ég verði að skoða hvítu tjöldin og smakka matinn þar. Þetta verður smá matartúrismaferð hjá mér.“ Árni hefur einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var hann tólf ára. Hann hefur aldrei komið á Þjóðhátíð og heldur að það sama gildi um aðra meðlimi. Allir sem hafa farið á tónleika með FM Belfast vita að þar er rífandi stemning og enginn sem ekki dansar. Árni vonar að sú stemning skili sér í brekkuna. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósanlegast ef Eyjamenn tækju sig til og myndu æfa sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir hann. „Hver veit, kannski sjáum við 15.000 manns hlaupa um Herjólfsdal á brókinni einni klæða.“ Forsala Þjóðhátíðarmiða hefst 9. apríl næstkomandi á dalurinn.is. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Reggístórsveitin AmabAdamA og stuðbandið FM Belfast munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Sveitirnar eru tvær þær fyrstu sem tilkynnt er að spili á hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Þjóðhátíð og meira að segja í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“ segir Steinunn Jónsdóttir en hún syngur í AmabAdamA ásamt Gnúsa Yones, barnsföður sínum, og Sölku Sól Eyfeld. AmabAdamA gaf í fyrra út plötuna Heyrðu mig nú sem var ein vinsælasta plata ársins. Óhætt er síðan að fullyrða að lagið Hossa hossa hafi verið sumarsmellur ársins í fyrra en lgið tróndi svo vikum skipti efst á vinsældalistum útvarpsstöðva. „Þetta hefur legið aðeins í loftinu og dálítið síðan þessari hugmynd var fyrst velt upp,“ segir Steinunn aðspurð um það hvort það hafi legið lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En við fengum þetta ekki staðfest fyrr en í gær.“ Meðlimir hljómsveitarinnar eru alls níu og Steinunn segir að líklegast sé að þau muni sigla með Herjólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekkert okkar hafi komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega gæti trommarinn hafa spilað þar einu sinni.“Á BRÓKINNI Árni á sviði á Iceland Airwaves síðasta haust.fréttablaðið/andri marinó„Ég er spenntastur fyrir hvítu tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn söngvara FM Belfast. „Ég er með konu á námskeiði sem segir að ég verði að skoða hvítu tjöldin og smakka matinn þar. Þetta verður smá matartúrismaferð hjá mér.“ Árni hefur einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var hann tólf ára. Hann hefur aldrei komið á Þjóðhátíð og heldur að það sama gildi um aðra meðlimi. Allir sem hafa farið á tónleika með FM Belfast vita að þar er rífandi stemning og enginn sem ekki dansar. Árni vonar að sú stemning skili sér í brekkuna. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósanlegast ef Eyjamenn tækju sig til og myndu æfa sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir hann. „Hver veit, kannski sjáum við 15.000 manns hlaupa um Herjólfsdal á brókinni einni klæða.“ Forsala Þjóðhátíðarmiða hefst 9. apríl næstkomandi á dalurinn.is.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning