AmabAdamA og FM Belfast spila í Eyjum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2015 08:00 Reggíið frá AmabAdamA getur breytt óveðri í sólskin. mynd/aðsend Reggístórsveitin AmabAdamA og stuðbandið FM Belfast munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Sveitirnar eru tvær þær fyrstu sem tilkynnt er að spili á hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Þjóðhátíð og meira að segja í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“ segir Steinunn Jónsdóttir en hún syngur í AmabAdamA ásamt Gnúsa Yones, barnsföður sínum, og Sölku Sól Eyfeld. AmabAdamA gaf í fyrra út plötuna Heyrðu mig nú sem var ein vinsælasta plata ársins. Óhætt er síðan að fullyrða að lagið Hossa hossa hafi verið sumarsmellur ársins í fyrra en lgið tróndi svo vikum skipti efst á vinsældalistum útvarpsstöðva. „Þetta hefur legið aðeins í loftinu og dálítið síðan þessari hugmynd var fyrst velt upp,“ segir Steinunn aðspurð um það hvort það hafi legið lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En við fengum þetta ekki staðfest fyrr en í gær.“ Meðlimir hljómsveitarinnar eru alls níu og Steinunn segir að líklegast sé að þau muni sigla með Herjólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekkert okkar hafi komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega gæti trommarinn hafa spilað þar einu sinni.“Á BRÓKINNI Árni á sviði á Iceland Airwaves síðasta haust.fréttablaðið/andri marinó„Ég er spenntastur fyrir hvítu tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn söngvara FM Belfast. „Ég er með konu á námskeiði sem segir að ég verði að skoða hvítu tjöldin og smakka matinn þar. Þetta verður smá matartúrismaferð hjá mér.“ Árni hefur einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var hann tólf ára. Hann hefur aldrei komið á Þjóðhátíð og heldur að það sama gildi um aðra meðlimi. Allir sem hafa farið á tónleika með FM Belfast vita að þar er rífandi stemning og enginn sem ekki dansar. Árni vonar að sú stemning skili sér í brekkuna. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósanlegast ef Eyjamenn tækju sig til og myndu æfa sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir hann. „Hver veit, kannski sjáum við 15.000 manns hlaupa um Herjólfsdal á brókinni einni klæða.“ Forsala Þjóðhátíðarmiða hefst 9. apríl næstkomandi á dalurinn.is. Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Reggístórsveitin AmabAdamA og stuðbandið FM Belfast munu koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Sveitirnar eru tvær þær fyrstu sem tilkynnt er að spili á hátíðinni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á Þjóðhátíð og meira að segja í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“ segir Steinunn Jónsdóttir en hún syngur í AmabAdamA ásamt Gnúsa Yones, barnsföður sínum, og Sölku Sól Eyfeld. AmabAdamA gaf í fyrra út plötuna Heyrðu mig nú sem var ein vinsælasta plata ársins. Óhætt er síðan að fullyrða að lagið Hossa hossa hafi verið sumarsmellur ársins í fyrra en lgið tróndi svo vikum skipti efst á vinsældalistum útvarpsstöðva. „Þetta hefur legið aðeins í loftinu og dálítið síðan þessari hugmynd var fyrst velt upp,“ segir Steinunn aðspurð um það hvort það hafi legið lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En við fengum þetta ekki staðfest fyrr en í gær.“ Meðlimir hljómsveitarinnar eru alls níu og Steinunn segir að líklegast sé að þau muni sigla með Herjólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu þegar ég segi að ekkert okkar hafi komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega gæti trommarinn hafa spilað þar einu sinni.“Á BRÓKINNI Árni á sviði á Iceland Airwaves síðasta haust.fréttablaðið/andri marinó„Ég er spenntastur fyrir hvítu tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálmsson, einn söngvara FM Belfast. „Ég er með konu á námskeiði sem segir að ég verði að skoða hvítu tjöldin og smakka matinn þar. Þetta verður smá matartúrismaferð hjá mér.“ Árni hefur einu sinni komið til Vestmannaeyja en þá var hann tólf ára. Hann hefur aldrei komið á Þjóðhátíð og heldur að það sama gildi um aðra meðlimi. Allir sem hafa farið á tónleika með FM Belfast vita að þar er rífandi stemning og enginn sem ekki dansar. Árni vonar að sú stemning skili sér í brekkuna. „Við ætlum ekkert að draga úr okkar boðskap. Það væri ákjósanlegast ef Eyjamenn tækju sig til og myndu æfa sig að vera á FM Belfast-tónleikum fram að hátíðinni,“ segir hann. „Hver veit, kannski sjáum við 15.000 manns hlaupa um Herjólfsdal á brókinni einni klæða.“ Forsala Þjóðhátíðarmiða hefst 9. apríl næstkomandi á dalurinn.is.
Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira