Kröfðust talþjálfunar eftir heilablóðfall Linda Blöndal skrifar 26. mars 2015 19:30 Á hverjum degi fá um tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi samkvæmt upplýsingum Heilaheilla. Mikill skortur er þó á talþjálfun fyrir fullorðna en sú þjálfun er allra mikilvægust segir Sigurður Jónsson 65 ára gamall maður sem fékk slag fyrir nokkrum árum og hélt erindi í dag á Reykjalundi um leið sína út í lífið á ný. Fundurinn var haldinn af Félagi talmeinafræðinga.Sáum strax hvað gerðistSigurður starfaði sem kennari og fréttaritari þegar hann fékk blóðtappa fyrir sjö árum, þá 59 ára. Hann lamaðist og missti algerlega málið. Í erindi sínu sagði Sigurður frá því hvernig hann hefur snúið vonlausri stöðu sér í hag og hvernig hann komst uppúr hjólastólnum og gengur nú án stuðnings. Esther Óskarsdóttir, eiginkona Sigurðar segir að á örlagadeginum hefði fjölskyldan verið saman í mat heima á Selfossi en Sigurður sem var á leið eftir matinn út úr húsi hné niður og segir Esther að það hafi verið líkt og hann hefði orðið fyrir skoti. „Hann náði að koma þjótandi niður stigann og við sáum strax hvað var, munnvikið fór niður og svo lamaðist önnur höndin og síðan fóturinn og þá hringdum við á Neyðarlínuna. Þetta leit mjög illa út á eftir. Það var búið að segja manni að hannyrði hvorki betri eða verri en hann var. Gjörsamlega mállaus og alveg svona lamaður", sagði Esther í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hrópuðu á þjónustunaSigurður sem á fimm börn og tólf barnabörn segist alltaf horfa áfram veginn og muni aldrei hætta að berjast fyrir betra lífi og hefur hann margt fyrir stafni alla daga. Áframhaldandi talmeinaþjónusta eftir að Sigurður fór af endurhæfingunni á Grensás var þó ekki sjálfsögð. Hana fengu þau hjónin með því að vera bæði ýtin og ákveðin. „Við höfum sent bréf og svona hrópað á eftir þessari þjónustu", segir Esther. „Það kom tímabil eins og það væri ekki sjálfgefið að hann héldi áfram í talþjálfun og þá börðum við aðeins í borðið og hann fékk þá áframhaldandi beiðni um þessa þjónustu og er með hana stöðugt í dag á Selfossi.“ Hún segir að hefðu þau ekki verið jafn ákveðin og þau voru þá hefði verið lokað á talþjálfunina hjá Sigurði. „Við hefðum þurft að útvega okkur sjálf talmeinafræðing og borga fullt verð fyrir það en talmeinafræðingar eru ekki á hverju strái".Tveir á dag fá heilablóðfall Á fjórða hundrað manns fá heilablóðfall í fyrsta sinn á hverju ári, eða tæplega tveir á dag en tilfellin eru yfir fjögurhundruð þegar þeir eru taldir með sem fá endurtekið slag. Um þriðjungur fær málstol en misalvarlegt. Talmeinafræðingar eru hins vegar aðeins um 50 á öllu landinu og flestir sérhæfðir með börnum. Biðlistar eru hjá langflestum fyrir fullorðna. Þórunn Hanna Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga segir að þjálfunin verði að vera mjög mikil og markviss en slíkt er ekki í boði. Helst þurfi fólk að fá þjálfun fimm daga vikunnar. „Það eru ekki margir talmeinafræðingar sem vinna á stofu fimm daga í viku og biðslitarnir eru svo miklir að þeir hafa ekki færi á að taka þá sem þurfa til sín". „Það er nokkurra mánaða bið fyrir fullorðið fólk að komast til talmeinafræðings, allt að fimm mánuðir", segir Þórunn. „En þjónustan er yfirleitt ekki veitt í svo langan tíma í senn í þessu langhlaupi sem áunnar máltruflanir fullorðinna er", segir Þórunn. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Á hverjum degi fá um tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi samkvæmt upplýsingum Heilaheilla. Mikill skortur er þó á talþjálfun fyrir fullorðna en sú þjálfun er allra mikilvægust segir Sigurður Jónsson 65 ára gamall maður sem fékk slag fyrir nokkrum árum og hélt erindi í dag á Reykjalundi um leið sína út í lífið á ný. Fundurinn var haldinn af Félagi talmeinafræðinga.Sáum strax hvað gerðistSigurður starfaði sem kennari og fréttaritari þegar hann fékk blóðtappa fyrir sjö árum, þá 59 ára. Hann lamaðist og missti algerlega málið. Í erindi sínu sagði Sigurður frá því hvernig hann hefur snúið vonlausri stöðu sér í hag og hvernig hann komst uppúr hjólastólnum og gengur nú án stuðnings. Esther Óskarsdóttir, eiginkona Sigurðar segir að á örlagadeginum hefði fjölskyldan verið saman í mat heima á Selfossi en Sigurður sem var á leið eftir matinn út úr húsi hné niður og segir Esther að það hafi verið líkt og hann hefði orðið fyrir skoti. „Hann náði að koma þjótandi niður stigann og við sáum strax hvað var, munnvikið fór niður og svo lamaðist önnur höndin og síðan fóturinn og þá hringdum við á Neyðarlínuna. Þetta leit mjög illa út á eftir. Það var búið að segja manni að hannyrði hvorki betri eða verri en hann var. Gjörsamlega mállaus og alveg svona lamaður", sagði Esther í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hrópuðu á þjónustunaSigurður sem á fimm börn og tólf barnabörn segist alltaf horfa áfram veginn og muni aldrei hætta að berjast fyrir betra lífi og hefur hann margt fyrir stafni alla daga. Áframhaldandi talmeinaþjónusta eftir að Sigurður fór af endurhæfingunni á Grensás var þó ekki sjálfsögð. Hana fengu þau hjónin með því að vera bæði ýtin og ákveðin. „Við höfum sent bréf og svona hrópað á eftir þessari þjónustu", segir Esther. „Það kom tímabil eins og það væri ekki sjálfgefið að hann héldi áfram í talþjálfun og þá börðum við aðeins í borðið og hann fékk þá áframhaldandi beiðni um þessa þjónustu og er með hana stöðugt í dag á Selfossi.“ Hún segir að hefðu þau ekki verið jafn ákveðin og þau voru þá hefði verið lokað á talþjálfunina hjá Sigurði. „Við hefðum þurft að útvega okkur sjálf talmeinafræðing og borga fullt verð fyrir það en talmeinafræðingar eru ekki á hverju strái".Tveir á dag fá heilablóðfall Á fjórða hundrað manns fá heilablóðfall í fyrsta sinn á hverju ári, eða tæplega tveir á dag en tilfellin eru yfir fjögurhundruð þegar þeir eru taldir með sem fá endurtekið slag. Um þriðjungur fær málstol en misalvarlegt. Talmeinafræðingar eru hins vegar aðeins um 50 á öllu landinu og flestir sérhæfðir með börnum. Biðlistar eru hjá langflestum fyrir fullorðna. Þórunn Hanna Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga segir að þjálfunin verði að vera mjög mikil og markviss en slíkt er ekki í boði. Helst þurfi fólk að fá þjálfun fimm daga vikunnar. „Það eru ekki margir talmeinafræðingar sem vinna á stofu fimm daga í viku og biðslitarnir eru svo miklir að þeir hafa ekki færi á að taka þá sem þurfa til sín". „Það er nokkurra mánaða bið fyrir fullorðið fólk að komast til talmeinafræðings, allt að fimm mánuðir", segir Þórunn. „En þjónustan er yfirleitt ekki veitt í svo langan tíma í senn í þessu langhlaupi sem áunnar máltruflanir fullorðinna er", segir Þórunn.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira