Lífið

Hljóp allsber úr Norrænu

Starf leikarans er ekki alltaf dans á rósum. Þessu fékk Kjartan Guðjónsson að kynnast við tökur á gamanþáttunum Hæ Gosa í Færeyjum.

 

Aðalpersónur þáttanna höfðu lent í hremmingum um borð í Norrænu og þurftu að koma sér klæðalausar frá borði. ,,Við þurftum að hlaupa allir þrír, úr Norrænu allsberir niður landganginn og yfir bílaplanið sem er risastórt,” segir Kjartan.

 

 Þetta vakti eðlilega nokkra athygli viðstaddra, ekki síst vegna þess að það benti ekkert til að verið væri að taka upp sjónvarpsefni. ,,Tökuliðið var lengst í burtu uppi í klettum þannig að það sást ekkert.

 

Fólk gat ekkert vitað að það væri bíó í gangi, sá bara þrjá fullorðna karlmenn hlaupandi allsbera,” segir Kjartan hlæjandi.

 

 Kjartan verður í viðtali í Fókus á Stöð 2 á laugardagskvöldið en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×