Enski boltinn

Bruce áfram hjá Hull til ársins 2018

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steve Bruce og lærisveinar hans mæta Leicester á útivelli á morgun.
Steve Bruce og lærisveinar hans mæta Leicester á útivelli á morgun. vísir/getty
Steve Bruce hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Hull City.

„Ég ánægður með að hafa skrifað undir samninginn,“ sagði Bruce sem hefur stýrt Hull frá árinu 2012.

„Þetta tímabil hefur verið erfitt á köflum en ég hef notið þess að stýra liðinu.“

Bruce, sem er 54 ára, kom Hull upp í úrvalsdeildina vorið 2013 og á síðasta tímabili enduðu Tígrarnir í 16. sæti deildarinnar og komust í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Hull er sem stendur í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð þar á undan.

Hull sækir Leicester City heim á morgun í næsta leik sínum í úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5.


Tengdar fréttir

Vorum eins og smákrakkar

Það sauð upp úr á milli stjóranna Gus Poyet og Steve Bruce í enska boltanum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×