Innlent

Grunaður fíkniefnasali kýldi og tók lögreglumann hálstaki á heimili foreldra sinna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ungi maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið stöðvaður á bílastæðinu við Grafarvogslaug með maríhúana í fórum sínum.
Ungi maðurinn hafði fyrr um kvöldið verið stöðvaður á bílastæðinu við Grafarvogslaug með maríhúana í fórum sínum. Mynd/Reykjavík.is
Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur 21 árs gömlum Reykvíkingi fyrir að ráðast á lögreglumann á heimili sínu og foreldra sinna í Grafarvogi í lok árs 2012. Ungi maðurinn er einnig grunaður um dreifingu og sölu á fíkniefnum en á heimilinu fundust tæplega 70 grömm af kannabislaufum og 16 grömm af kannabis.

Skömmu áður, sama kvöld, fundust tæplega sjö grömm af kannabis á ákærða á bílastæðinu við Grafarvogslaug.

Maðurinn, þá rétt orðinn nítján ára, er sakaður um að hafa slegið með krepptum hnefa í andlit lögreglumannsins og í kjölfarið tekið hann hálstaki með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar á hægri kinn, tognun á hásli og háslvöðvum og tognun. Þá hlaut hann ofreynslu á kjálka og rispu neðan við vinstri augnkrók.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×