Innlent

Dómur vegna kannabisræktunar styttur um helming

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Hæstiréttur stytti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem hafði ræktað og selt kannabis efni um helming. Hann var dæmdur fyrir að eiga og selja 169 kannabisplöntur og töluvert magn af kannabisefnum á mismunandi stigum framleiðslu. Hann var einnig dæmdur fyrir peningaþvott.

Maðurinn var dæmdur til að 18 mánaða fangelsisvistar og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í þriggja ára fangelsi. Þar að auki var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns.

Dóm Hæstaréttar, sem og dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.

Hann hafði verið ákærður fyrir peningaþvott og viðurkenndi hann fyrir lögreglu að hafa selt efni fyrir um tíu milljónir króna. Samkvæmt dómnum viðurkenndi hann þó fyrst að hafa hagnast um eina og hálfa milljón króna vegna sölunnar. Þá segir að lögreglumenn hafi stöðvað upptökurnar tvisvar sinnum án útskýringar og þá sagði hann að hagnaðurinn væri tíu milljónir.

Hæstiréttur sagði lægri töluna gilda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×