Meirihluti morða á Íslandi tengjast heimilisofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2015 10:00 "Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur.“ Vísir/Getty Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur bæklingurinn að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem ljósi er varpað á ólíka stöðu karla og kvenna í borginni og á landinu. Í bæklingnum kemur fram að engar margtækar upplýsingar séu til um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Erlendar sýni að fatlað fólk verði fyrir ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk. Þá séu fatlaðar konur líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar hópur samfélagsins. Tvær töflur eru í bæklingnum um morð sem skilgreind eru sem heimilisofbeldismál. Þar kemur fram að frá árinu 2003 hafi verið framin ellefu morð sem rekja megi til heimilisofbeldis. Það eru um 60 prósent morða á tímabilinu. Upplýsingar þessar byggja ekki á dómsmálum, heldur þeim málum sem lögreglan telur morðmál og kæra er lögð fram vegna. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fleiri konur en karlar í aldurhópnum yngri en 60 ára kusu í borgarstjórnarkosningunum 2014, en hlutfallið er jafnt á milli kynja í aldurshópnum 60 til 64 ára. Eftir þann aldur eru fleiri karlar að kjósa en konur. Hlutfall frambjóðenda sem voru konu og innflytjendur voru þrjú prósent í kosningunum og hlutfall karla sem eru innflytjendur í framboði var tvö prósent. „Það er ljóst að þetta endurspeglar ekki þann fjölda innflytjenda sem er í Reykjavík en konur sem teljast innflytjendur eru 12 prósent kvenna í borginni og karlar sem eru innflytjendur eru 11 prósent karla í borginni.“ Frá árinu 1932 hafa fjórar konur verið borgarstjórar en sautján karlar. Þrjár af þeim konum sem gegndu embættinu sátu ekki heilt kjörtímabili og ein þeirra gegndi því ásamt karli. Þá er hlutfall erlendra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu mun hærra en fjöldi innflytjenda gefur tilefni til. Það er 32 prósent á meðan þær eru 10 prósent kvenna sem búa á Íslandi. „Það sama er uppi á teningnum með hlutfall innflytjenda í hópi þeirra sem beittu konurnar ofbeldi sem dvöldu í Kvennaathvarfinu en þar eru erlendir karlmenn 22% á meðan þeir eru 9% íbúa landsins.“ Bæklinginn má sjá hér. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Ellefu morð hafa verið framin hér á landi sem rekja má til heimilisofbeldis frá 2003. Það eru um 60 prósent morða sem framin voru á þessu tímabili. Þetta er eitt af því sem fram kemur í bæklingnum kynlegar tölur sem gefinn er út af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur bæklingurinn að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem ljósi er varpað á ólíka stöðu karla og kvenna í borginni og á landinu. Í bæklingnum kemur fram að engar margtækar upplýsingar séu til um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Erlendar sýni að fatlað fólk verði fyrir ofbeldi í mun meira mæli en ófatlað fólk. Þá séu fatlaðar konur líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar hópur samfélagsins. Tvær töflur eru í bæklingnum um morð sem skilgreind eru sem heimilisofbeldismál. Þar kemur fram að frá árinu 2003 hafi verið framin ellefu morð sem rekja megi til heimilisofbeldis. Það eru um 60 prósent morða á tímabilinu. Upplýsingar þessar byggja ekki á dómsmálum, heldur þeim málum sem lögreglan telur morðmál og kæra er lögð fram vegna. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að vinna markvisst gegn ofbeldi með þjónustu við brotaþola og gerendur,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fleiri konur en karlar í aldurhópnum yngri en 60 ára kusu í borgarstjórnarkosningunum 2014, en hlutfallið er jafnt á milli kynja í aldurshópnum 60 til 64 ára. Eftir þann aldur eru fleiri karlar að kjósa en konur. Hlutfall frambjóðenda sem voru konu og innflytjendur voru þrjú prósent í kosningunum og hlutfall karla sem eru innflytjendur í framboði var tvö prósent. „Það er ljóst að þetta endurspeglar ekki þann fjölda innflytjenda sem er í Reykjavík en konur sem teljast innflytjendur eru 12 prósent kvenna í borginni og karlar sem eru innflytjendur eru 11 prósent karla í borginni.“ Frá árinu 1932 hafa fjórar konur verið borgarstjórar en sautján karlar. Þrjár af þeim konum sem gegndu embættinu sátu ekki heilt kjörtímabili og ein þeirra gegndi því ásamt karli. Þá er hlutfall erlendra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu mun hærra en fjöldi innflytjenda gefur tilefni til. Það er 32 prósent á meðan þær eru 10 prósent kvenna sem búa á Íslandi. „Það sama er uppi á teningnum með hlutfall innflytjenda í hópi þeirra sem beittu konurnar ofbeldi sem dvöldu í Kvennaathvarfinu en þar eru erlendir karlmenn 22% á meðan þeir eru 9% íbúa landsins.“ Bæklinginn má sjá hér.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira