Lífið

Bein útsending: Edduverðlaunin 2015

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Edduverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Helsta kvikmynda- og sjónvarpsfólk landsins verður samankomið til að fagna tímamótunum. Herlegheitin verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 og hefst hún klukkan 19 með spjalli af Rauða dreglinum.

Kynnir Eddunnar í ár er Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona, en að auki munu Dóri DNA, Óttar Proppé, S. Björn Blöndal, Saga Garðarsdóttir og Steindi Jr. koma fram svo aðeins fáir séu nefndir til sögunnar. 

Auk beinu útsendingarinnar, verður Eddan virk á eftirfarandi samfélagsmiðlum, sem munu ekki láta neitt framhjá sér fara, hvort sem það gerist á rauða dreglinum, í salnum, á sviðinu eða baksviðs þar sem tilfinningarnar verða í hámarki.

Instagram: Edduverdlaun

Twitter: @edduverdlaun

Snapchat: Edduverdlaun

Hashtag: #Eddan



Heimildarmynd ársins: Höggið

Stuttmynd ársins: Hjónabandssæla



Menningarþáttur ársins:
Vesturfarar

Lífstílsþáttur ársins: Hæpið

Skemmtiþáttur ársins: Orðbragð

Leikstjórn ársins: Baldvin Z – Vonarstræti

Handrit ársins: Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti

Leikari ársins í aukahlutverki: Helgi Björnsson – París norðursins

Leikkona ársins í aukahlutverki: Nanna Kristín Magnúsdóttir

Barna- og unglingaefni ársins: Ævar vísindamaður

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins: Landinn

Sjónvarpsmaður ársins: Brynja Þorgeirsdóttir

Leikari ársins í aðalhlutverki: Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti 

Leikkona ársins í aðalhlutverki: Hera Hilmarsdóttir - Vonarstræti 

Gervi ársins: Kristín Júlla Kristjánsdóttir - Vonarstræti

Leikmynd ársins: Gunnar Pálsson – Vonarstræti



Búningar ársins:
Margrét Einarsdóttir - Vonarstræti

Tónlist ársins: Ólafur Arnalds - Vonarstræti

Hljóð ársins: Árni Benediktsson, Huldar Freyr Arnarsson og Pétur Einarsson – Vonarstræti 

Leikið sjónvarpsefni ársins: Hraunið

Brellur ársins: Bjarki Guðjónsson – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst

Klipping ársins: Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti

Kvikmyndataka ársins: Jóhann Máni Jóhannsson - Vonarstræti

Kvikmynd ársins: Vonarstræti

Heiðursverðlaun Eddunnar: Ómar Ragnarsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×