Enski boltinn

Refsað fyrir að mæta of seint

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sadio Mane í leik með Southampton.
Sadio Mane í leik með Southampton. Vísir/Getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, ákvað á síðustu stundu að setja Sadio Mane út úr byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leikurinn hófst klukkan 16.15 en leikmönnum var gert að mæta á fund klukkan 13.00. Mane mætti 25-30 mínútum of seint en hann kom þó inn á sem varamaður á 57. mínútu í leiknum. Filip Djuricic, sem er lánsmaður frá Benfica, var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í stað Mane.

„Það eru ákveðnar reglur í gildi og leiðbeiningar sem leikmenn og allir aðrir verða að fara eftir. Það geta allir verið seinir fyrir einn morguninn en ekki klukkan 13.00 þegar þú ert að fara að spila við Liverpool síðar um daginn,“ sagði Koeman.

„Útskýringin er eitthvað sem þjálfarinn og leikmaðurinn halda á milli sín en hann var of seinn og ég get ekki sætt mig við það,“ sagði Koeman en Liverpool vann umræddan leik, 2-0.


Tengdar fréttir

Lallana: Býst ekki við góðum móttökum

Adam Lallana, leikmaður Liverpool, býst ekki við að fá hlýjar móttökur þegar hann mætir sínum gömlu félögum í Southampton á St Mary's í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×