Innlent

Á annan tug skjálfta í Bárðarbungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki hefur sést til jarðeldsins í Holuhrauni á vefmyndavélum í nótt.
Ekki hefur sést til jarðeldsins í Holuhrauni á vefmyndavélum í nótt. Vísir/Guðbergur Daníelsson

Síðan í gærmorgun hafa mælst á annan tug skjálfta í Bárðarbungu og voru þeir allir minni en 2 af stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Í kvikuganginum voru um 15 jarðskjálftar og sá stærsti  um 1,5 stig. Um 20 jarðskjálftar hafa verið við Herðubreið/Herðubreiðartögl  og allir undir 2 að stærð.

Ekki hefur sést til jarðeldsins í Holuhrauni á vefmyndavélum í nótt og morgun vegna snjómuggu á svæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.