Fótbolti

Baldur og Guðmundur Árni á sigurbraut í danska sportinu

Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson. vísir/valli
Íslendingar voru á ferðinni í danska handboltanum og fótboltanum í kvöld.

Baldur Sigurðsson var í byrjunarliði SönderjyskE og Eggert Gunnþór Jónsson var í liði Vestsjælland er liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

SönderjyskE vann fínan 0-1 útisigur þar sem bakvörðurinn Baldur fékk að líta gula spjaldið.

SönderjyskE er í 5. sæti deildarinnar en Vestsjælland er í 11. og næstneðsta sætinu.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði svo tvö mörk fyrir Mors-Thy er liðið vann óvæntan 24-23 sigur á Bjerringbro-Silkeborg.

Mors-Thy er í 11. sæti en Bjerringbro í 3. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×