Innlent

Degi íslenska táknmálsins fagnað á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Dagur íslenska táknmálsins verður haldinn hátíðlegur á morgun. Deginum verður fagnað í þriðja sinn í ár með döff menningarhátíð í Tjarnarbíói. Döff menning er einstök því döff fólk upplifir heiminn á annan hátt og tjáning þeirra á veruleikanum í listum og lífi er því að sumu leyti ólík heyrandi fólks í heyrandi samfélagi.

Á hátíðinni verður meðal annars sungið frumsamið lag á íslensku táknmáli, frumsýnd stuttmynd sem lýsir upplifun barna af skólagöngunni og fluttur verður leikþáttur um lífið í döff heimi. Þá verður ýmislegt fleira um að vera á degi íslenska táknmálsins á morgun.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Skoða má dagskrána í heild á meðfylgjandi síðu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×