Innlent

Á þriðja tug skjálfta

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli

Á þriðja tug skjálfta hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhring. Tveir voru yfir fjögur stig. Annar var 4,7 stig og varð klukkan rétt rúmlega þrjú í nótt og hinn í gær 4 stig um klukkan 13.30 í gær.

Þá urðu tveir 3,8 stiga skjálftar í nótt, báðir um klukkan þrjú. Nokkrir skálftar mældust í kvikuganginum, allir um og innan við eitt stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.