Innlent

Skipuleggja heimsóknir í gegnum netið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Starkaður segist hafa notað þjónustuna þegar amma hans þurfti á sérstakri umhyggju að halda.
Starkaður segist hafa notað þjónustuna þegar amma hans þurfti á sérstakri umhyggju að halda. Vísir/Vilhelm/Anton
Hópur Íslendinga notar netþjónustu til að skipuleggja heimsóknir fjölskyldu og vina til þeirra sem af einhverjum ástæðum þurfa á sérstakri umhyggju að halda. Eigandi vefsíðunnar, sem heitir Heimsókn.is, segist sjálfur hafa fundið þörfina fyrir slíkan vef þegar áfall kom upp í hans eigin fjölskyldu.



„Ég fann það sjálfur þegar það komu upp mál hjá ömmu minni þetta stress sem skapast innan fjölskyldna; hver er að sinna henni, fór einhver í dag, ætlar einhver á morgun,“ segir Starkaður Barkarson, eigandi vefsins, um eigin reynslu af þjónustunni.



Þjónustan er í talsverðri notkun þó að notendahópurinn sé ekki stór, að sögn Starkaðar. Hann segist hafa fengið góð viðbrögð frá notendum. „Við erum ekki að tala um þúsundir manna en þetta er notað af þónokkuð mörgum. Maður finnur fyrir ánægju hjá fólki sem skrifar og þakkar fyrir.“



„Ég er með hnapp fyrir frjáls framlög en það gerir ekki mikið en að greiða ISNIC fyrir hýsingu léns og svona,“ segir hann og vísar þar til skráningar vefsíðunnar. „Ég hugsaði sem svo að það væri erfitt að koma þessu á ef maður ætlaði að rukka fyrir þetta og fannst engin ástæða til þess á þessum tímapunkti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×