Í annað sinn sem ferðaþjónustan brást Dodda Linda Blöndal skrifar 10. febrúar 2015 20:00 Aðstoðarfulltrúi 25 ára gamals manns sem ferðaþjónusta fatlaðra skildi eftir einan á röngum stað í hádeginu í dag, segir afleiðingarnar geta orðið þær að hann vilji ekki vera á ferðinni. Þórður Guðlaugsson 25 ára, eða bara Doddi, tók bíl uppúr hádegi í dag frá heimili sínu í Mosfellsbæ en í stað þess að skila honum þangað sem ferð var heitið var hann skilinn eftir í Kópavoginum, við endurhæfingarstöð þar sem enginn var til að taka á móti honum. Doddi er með þroskahömlun og á erfitt með tala skýrt, hann er spastískur í hreyfingum svo hann gengur með stafi. Hefði bara verið einn og óþekktur Doddi bjargaði sér með símanum sínum, hann hringdi með myndavél símans í mömmu sína sem sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sá Dodda í reiðileysi. „Það hringdi maður í mig frá Kópavoginum sem sagði að þar væri maður sem héti Öddi staddur og þeir könnuðust ekki við að hann ætti að mæta þangað", sagði Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir, móðir Dodda en oft hljómar nafn hans eins og „Öddi" þegar hann kynnir sig fyrir ókunnugum. „En ég er mjög fegin að hann gat hringt í mig því annars hefði hann bara verið þarna óþekktur", sagði hún í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvað hefði gert í dag sagði Doddi bara stuttlega „bíllinn kom ekki". Bryndís segir að sonur sinn hafi ekki vitað hvar hann hefði verið staddur. Biðu í 45 mínúturÞórunn Kristjánsdóttir, aðstoðarkona Dodda og forstöðumaður búsetukjarnans í Klapparhlíð 11 í Mosfellsbæ, þar sem Doddi býr, segir að þetta sé í annað sinn á stuttum tíma sem eitthvað fór úrskeiðis með ferðaþjónustuna. „Það koma svo margir bílstjórar að þeir þekkja síður íbúana hjá okkur. En þetta getur haft þau áhrif að Doddi vilji bara ekki fara aftur í ferð. Það kom fyrir í síðustu viku að ég keyrði hann í vinnuna því að bíllinn kom ekki. Við biðum hérna saman við Doddi í 45 mínútur og ég hringi og spyr hvort að bíllinn sé ekki á leiðinni. Þá er okkur sagt að bíllinn hafi komið klukkan 08.31. En bíllinn kom ekki hingað. Við vitum það alveg bæði. Hann hefur farið eitthvert annað", sagði Þórunn. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Aðstoðarfulltrúi 25 ára gamals manns sem ferðaþjónusta fatlaðra skildi eftir einan á röngum stað í hádeginu í dag, segir afleiðingarnar geta orðið þær að hann vilji ekki vera á ferðinni. Þórður Guðlaugsson 25 ára, eða bara Doddi, tók bíl uppúr hádegi í dag frá heimili sínu í Mosfellsbæ en í stað þess að skila honum þangað sem ferð var heitið var hann skilinn eftir í Kópavoginum, við endurhæfingarstöð þar sem enginn var til að taka á móti honum. Doddi er með þroskahömlun og á erfitt með tala skýrt, hann er spastískur í hreyfingum svo hann gengur með stafi. Hefði bara verið einn og óþekktur Doddi bjargaði sér með símanum sínum, hann hringdi með myndavél símans í mömmu sína sem sagðist hafa fengið símtal frá manni sem sá Dodda í reiðileysi. „Það hringdi maður í mig frá Kópavoginum sem sagði að þar væri maður sem héti Öddi staddur og þeir könnuðust ekki við að hann ætti að mæta þangað", sagði Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir, móðir Dodda en oft hljómar nafn hans eins og „Öddi" þegar hann kynnir sig fyrir ókunnugum. „En ég er mjög fegin að hann gat hringt í mig því annars hefði hann bara verið þarna óþekktur", sagði hún í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvað hefði gert í dag sagði Doddi bara stuttlega „bíllinn kom ekki". Bryndís segir að sonur sinn hafi ekki vitað hvar hann hefði verið staddur. Biðu í 45 mínúturÞórunn Kristjánsdóttir, aðstoðarkona Dodda og forstöðumaður búsetukjarnans í Klapparhlíð 11 í Mosfellsbæ, þar sem Doddi býr, segir að þetta sé í annað sinn á stuttum tíma sem eitthvað fór úrskeiðis með ferðaþjónustuna. „Það koma svo margir bílstjórar að þeir þekkja síður íbúana hjá okkur. En þetta getur haft þau áhrif að Doddi vilji bara ekki fara aftur í ferð. Það kom fyrir í síðustu viku að ég keyrði hann í vinnuna því að bíllinn kom ekki. Við biðum hérna saman við Doddi í 45 mínútur og ég hringi og spyr hvort að bíllinn sé ekki á leiðinni. Þá er okkur sagt að bíllinn hafi komið klukkan 08.31. En bíllinn kom ekki hingað. Við vitum það alveg bæði. Hann hefur farið eitthvert annað", sagði Þórunn.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira