Vill gera gagngerar breytingar á Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2015 11:32 Einar Steingrímsson mætir öflugur til leiks, hann vill verða rektor og þannig ljóst að það stefnir í fjörugt rektorskjör. Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Glasgow, sækist eftir stöðu rektors Háskóla Íslands og slæst þar í hóp Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar og Jóns Atla Benediktssonar, prófessors við verkfræði og náttúruvísindasviðið sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Þannig liggur fyrir að tekist verður á um stöðuna og því má búast við fjörugum kosningum. Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl, og þá lætur Kristín Ingólfsdóttir af störfum. Ráðherra skipar rektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs og að undangengnum kosningum í Háskólanum. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun mars þannig að enn geta fleiri skotið upp kollinum sem frambjóðendur.Einar vill taka til hendinni Einar segist, í samtali við Vísi, vilja stórbæta háskólann; bæði efla rannsóknastarfið og bæta kennsluna víða. „Þetta er mögulegt að gera innan þess ramma sem skólinn býr við í dag, og ég þykist vita hvernig það er hægt,“ segir Einar. En, hvernig þá? „Annars vegar þarf að nota allt rannsóknafé skólans í rannsóknir af þeim gæðum og á þeim vettvangi sem stefna skólans markar. Sá vettvangur er alþjóða fræðasamfélagið, með örfáum undantekningum. Það þarf sem sagt að afnema rannsóknaskyldu þeirra starfsmanna sem ekki stunda rannsóknir af því tagi, og flestir þeirra myndu þá væntanlega kenna meira í staðinn. Féð sem losnar þannig yrði notað til að ráða fleira öflugt rannsóknafólk og hugsanlega líka til að gera einhverjum þeirra sem fyrir eru kleift að nota meira af tíma sínum í rannsóknastarfið.“ Hitt er svo að vinna þarf markvisst að því að bæta kennsluna, sem Einar segir of algengt að háskólar láti sig litlu varða. „Ég er viss um að hún er sums staðar mjög góð í HÍ, en veit að það gildir ekki alls staðar, og skóli sem vill verða góður verður að vinna mjög ákveðið í því að bæta kennslu. Það er ekki hægt að þvinga akademíska starfsmenn til slíks, en það er hægt að koma miklu til leiðar með jákvæðum þrýstingi, og ég veit til dæmis að Kennslumiðstöð skólans býr yfir ýmissi þekkingu sem ekki virðist ná að smitast nógu vel út í hann allan.“Einar gerir ráð fyrir því að þeir frambjóðendur sem fram eru komnir telji HÍ í góðum farvegi, hann er því ekki sammála.Vonar að fleiri sjái þörf á breytingumNú eru þegar komnir fram kandídatar í embættið, líst þér ekkert á þá sem þegar hafa sýnt sig í að vilja embættið? „Ég þekki Guðrúnu Nordal og Jón Atla að góðu einu, og sé ekki betur en að þau séu bæði öflugt fræðafólk. En þau hafa ekki svo ég viti lýst því hverju þau vilji breyta í skólanum. Það er auðvitað hægt að hafa þá afstöðu að starf skólans sé í aðalatriðum í lagi, og þá þarf engar teljandi breytingar. En ég er sem sagt á öðru máli, og hef líka tjáð mig talsvert um það í mörg ár, og þess vegna býðst ég til að taka að mér að leiða starfið við þær breytingar.“ Einar segist að sjálfsögðu gera sér vonir um sigur í rektorskjörinu. „Ég vona auðvitað að þær hugmyndir sem ég hef um hvernig megi breyta skólanum til hins betra hljóti slíkan stuðning að ég fái tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég hef hins vegar ekki áhuga á þessari stöðu til annars en að gera gagngerar breytingar á starfi skólans, svo vonir mínar snúast bara um að nógu margir þeirra sem kjósa séu á sama máli.“Staðan mun lakari en hún gæti veriðEn, hver er staða Háskóla Íslands? „Það er fullt af góðu vísindafólki víða í HÍ, og sumt af því er mjög sterkt á alþjóðavettvangi. Margt af því fólki gæti efalaust byggt upp ennþá öflugri starfsemi í kringum sig ef það fengi stuðninginn sem þarf, bæði með því að laða til sín ungt fólk, doktorsnema og nýdoktora, og einnig lengra komið öflugt fólk erlendis frá sem sæi að hér væri verið að byggja upp aðlaðandi umhverfi. Að því leyti er staðan góð. Hún er slök að því leyti að vegna rannsóknaskyldunnar sem ég nefndi áðan sóar skólinn rannsóknafé sínu í vísindastarf sem er ekki af þeim gæðum sem samræmast stefnu skólans. Staðan er sem sagt mun lakari en hún gæti verið, en ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að úr verði bætt, svo það er bara að drífa í því.“ Einar hefur aldrei starfað við HÍ og því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt fyrir nýjan rektor að þekkja skólann innanfrá? „Það virðist nú ekki vera algeng afstaða í þeim skólum sem HÍ ber sig helst saman við, þar sem nýir rektorar koma yfirleitt utan frá. Enda gæti kannski verið skynsamlegt, fyrir stofnun sem í hundrað ár hefur alltaf valið rektor meðal innanbúðarfólks, að prófa að fá manneskju með reynslu annars staðar frá, af þeim alþjóðavettvangi sem HÍ vill komast framarlega á.“ Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Glasgow, sækist eftir stöðu rektors Háskóla Íslands og slæst þar í hóp Guðrúnar Nordal, forstöðumanns Árnastofnunar og Jóns Atla Benediktssonar, prófessors við verkfræði og náttúruvísindasviðið sem hafa tilkynnt um framboð sitt. Þannig liggur fyrir að tekist verður á um stöðuna og því má búast við fjörugum kosningum. Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl, og þá lætur Kristín Ingólfsdóttir af störfum. Ráðherra skipar rektor samkvæmt tilnefningu háskólaráðs og að undangengnum kosningum í Háskólanum. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun mars þannig að enn geta fleiri skotið upp kollinum sem frambjóðendur.Einar vill taka til hendinni Einar segist, í samtali við Vísi, vilja stórbæta háskólann; bæði efla rannsóknastarfið og bæta kennsluna víða. „Þetta er mögulegt að gera innan þess ramma sem skólinn býr við í dag, og ég þykist vita hvernig það er hægt,“ segir Einar. En, hvernig þá? „Annars vegar þarf að nota allt rannsóknafé skólans í rannsóknir af þeim gæðum og á þeim vettvangi sem stefna skólans markar. Sá vettvangur er alþjóða fræðasamfélagið, með örfáum undantekningum. Það þarf sem sagt að afnema rannsóknaskyldu þeirra starfsmanna sem ekki stunda rannsóknir af því tagi, og flestir þeirra myndu þá væntanlega kenna meira í staðinn. Féð sem losnar þannig yrði notað til að ráða fleira öflugt rannsóknafólk og hugsanlega líka til að gera einhverjum þeirra sem fyrir eru kleift að nota meira af tíma sínum í rannsóknastarfið.“ Hitt er svo að vinna þarf markvisst að því að bæta kennsluna, sem Einar segir of algengt að háskólar láti sig litlu varða. „Ég er viss um að hún er sums staðar mjög góð í HÍ, en veit að það gildir ekki alls staðar, og skóli sem vill verða góður verður að vinna mjög ákveðið í því að bæta kennslu. Það er ekki hægt að þvinga akademíska starfsmenn til slíks, en það er hægt að koma miklu til leiðar með jákvæðum þrýstingi, og ég veit til dæmis að Kennslumiðstöð skólans býr yfir ýmissi þekkingu sem ekki virðist ná að smitast nógu vel út í hann allan.“Einar gerir ráð fyrir því að þeir frambjóðendur sem fram eru komnir telji HÍ í góðum farvegi, hann er því ekki sammála.Vonar að fleiri sjái þörf á breytingumNú eru þegar komnir fram kandídatar í embættið, líst þér ekkert á þá sem þegar hafa sýnt sig í að vilja embættið? „Ég þekki Guðrúnu Nordal og Jón Atla að góðu einu, og sé ekki betur en að þau séu bæði öflugt fræðafólk. En þau hafa ekki svo ég viti lýst því hverju þau vilji breyta í skólanum. Það er auðvitað hægt að hafa þá afstöðu að starf skólans sé í aðalatriðum í lagi, og þá þarf engar teljandi breytingar. En ég er sem sagt á öðru máli, og hef líka tjáð mig talsvert um það í mörg ár, og þess vegna býðst ég til að taka að mér að leiða starfið við þær breytingar.“ Einar segist að sjálfsögðu gera sér vonir um sigur í rektorskjörinu. „Ég vona auðvitað að þær hugmyndir sem ég hef um hvernig megi breyta skólanum til hins betra hljóti slíkan stuðning að ég fái tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég hef hins vegar ekki áhuga á þessari stöðu til annars en að gera gagngerar breytingar á starfi skólans, svo vonir mínar snúast bara um að nógu margir þeirra sem kjósa séu á sama máli.“Staðan mun lakari en hún gæti veriðEn, hver er staða Háskóla Íslands? „Það er fullt af góðu vísindafólki víða í HÍ, og sumt af því er mjög sterkt á alþjóðavettvangi. Margt af því fólki gæti efalaust byggt upp ennþá öflugri starfsemi í kringum sig ef það fengi stuðninginn sem þarf, bæði með því að laða til sín ungt fólk, doktorsnema og nýdoktora, og einnig lengra komið öflugt fólk erlendis frá sem sæi að hér væri verið að byggja upp aðlaðandi umhverfi. Að því leyti er staðan góð. Hún er slök að því leyti að vegna rannsóknaskyldunnar sem ég nefndi áðan sóar skólinn rannsóknafé sínu í vísindastarf sem er ekki af þeim gæðum sem samræmast stefnu skólans. Staðan er sem sagt mun lakari en hún gæti verið, en ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að úr verði bætt, svo það er bara að drífa í því.“ Einar hefur aldrei starfað við HÍ og því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé nauðsynlegt fyrir nýjan rektor að þekkja skólann innanfrá? „Það virðist nú ekki vera algeng afstaða í þeim skólum sem HÍ ber sig helst saman við, þar sem nýir rektorar koma yfirleitt utan frá. Enda gæti kannski verið skynsamlegt, fyrir stofnun sem í hundrað ár hefur alltaf valið rektor meðal innanbúðarfólks, að prófa að fá manneskju með reynslu annars staðar frá, af þeim alþjóðavettvangi sem HÍ vill komast framarlega á.“
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira