Lífið

„Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gríðarlega spenna var í aðdraganda þess að úrslitin voru kynnt.
Gríðarlega spenna var í aðdraganda þess að úrslitin voru kynnt. Vísir/Andri Marinó
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór fór á kostum á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem fór fram í Háskólabíó í kvöld. Friðrik Dór komst í lokaeinvígið gegn Maríu Ólafsdóttur en mátti að lokum játa sig sigraðan.

Friðrik Dór nýtur mikilla vinsælda hér á landi og var stuðningurinn mikill á samfélagsmiðlum í aðdraganda keppninnar. Veðbankar töldu hann sigurstranglegastan í aðdraganda keppninnar og voru ekki fjarri lagi enda náði kappinn öðru sæti. Hann sagði á Facebook að keppninni lokinnii að María hefði átt sigurinn skilið.

Félagar Friðriks Dórs úr Hafnarfirðinum studdu sinn mann með ráðum og dáðum allt til loka. Vonbrigðin urðu því mikil þegar svo fór að annað sætið varð hlutskiptið. Skúli Jóns Friðgeirsson, stórvinur kappans úr Verzló, sendi skýr skilaboð til kjósenda og handboltakappinn Aron Pálmarsson sló á létta strengi.

Sigurði Óla um að kenna?

„Watch out Sigurður Óli, I'm coming for the FLAG,“ skrifaði Aron og vísaði þar til viðbragða FH-inga að loknum leik karlaliðs félagsins í knattspyrnu gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar. Þá tryggðu Stjörnumenn sér titilinn með 2-1 sigri en stuðningsmaður FH reif flaggið af aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni í leikslok.

Telja enn margir FH-ingar, með Jón Rúnar Halldórsson formann knattspyrnudeildar fremstan í flokki, að framkoma dómarateymisins og KSÍ hafi verið ólíðandi í kringum leikinn. Jón Rúnar er faðir Friðriks Dórs og bróður hans, Jóns Ragnars Jónssonar. Jón spilar með FH en Friðrik Dór stendur vaktina sem vallarþulur í Kaplakrika.

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin viðbrögð frá stuðningsmönnum Friðriks Dórs í kvöld. Margir styðja þétt við bakið á sínum manni og vilja fá söngvarann í Eurovision ekki seinna en að ári.


Tengdar fréttir

Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ

Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þorleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×