Fótbolti

Eto'o verður áfram hjá Sampdoria

Eto'o í sínum fyrsta leik með Sampdoria.
Eto'o í sínum fyrsta leik með Sampdoria. vísir/getty
Samuel Eto'o var ekki lengi að gera allt vitlaust hjá Sampdoria.

Hann fór til félagsins fyrir viku síðan og í gær leit út fyrir að hann væri þegar á förum frá félaginu. Eto'o lenti þá í átökum við þjálfara félagsins, Sinisa Mihajlovic.

Serbinn sakaði Eto'o um að sýna mikla vanvirðingu er hann mætti ekki á aukaæfingu í gær. Í kjölfarið komu fréttir af því að Eto'o væri á förum. Mihajlovic sagðist ekki hafa fengið neina skýringu frá Eto'o sem hefði einfaldlega látið sig hverfa.

Búið er að bera klæði á vopnin. Svo er til lítils fyrir Eto'o að fara því Sampdoria er annað félagið sem hann spilar með í vetur og hann má því ekki fara til þriðja liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×