Innlent

Dagur leikskólans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikskóli FS.
Leikskóli FS. Mynd/Vilhelm
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í  dag, 6. febrúar. Þetta er í áttunda skipti sem dagurinn er haldinn en 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.

Viðurkenningin Orðsporið hefur frá árinu 2012 verið veitt á Degi leikskólans. Orðsporið verður að þessu sinni veitt sveitarfélagi/rekstraraðila sem þykir hafa sýnt metnað og vilja til þess að gefa starfsmönnum leikskóla kost á að afla sér menntunar í leikskólafræðum og fjölga þar með leikskólakennurum.

Orðsporið verður veitt í Björnslundi í leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti klukkan 13 föstudaginn 6. febrúar. Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, afhendir viðurkenninguna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×