Andlegt anarkí í Tjarnarbíói Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. febrúar 2015 17:05 Gunný Ísis Magnúsdóttir Vísir/GVA ,,Ég fíla svo vel þetta andlega anarkí sem ríkir í svitahofinu,” segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, nemi í þjóðfræði, sem frumsýnir sína fyrstu heimildamynd Svitahof, í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan níu. ,,Svitahof er ný íslensk heimildarmynd um svokölluð svitahof, eða sweat lodge á ensku, og þá menningu sem myndast hefur í kringum hofið,” segir Gunný, en kvikmyndin er hluti lokaverkefnis Gunnýjar í mastersnámi sínu. Ítarlegt viðtal við Gunný var í helgarblaði Fréttablaðsins seint á síðasta ári. Gunný hefur síðastliðin þrjú ár unnið við gerð heimildarmyndarinnar ásamt tökumanninum Jóni Má Gunnarssyni. Gunný hefur lagt áherslu í námi sínu í þjóðfræði að rannsaka jaðarmenningu, með tilliti til valds og menningar í grasrótarmenningu. Svitahofið er ein birtingarmynd grasrótarmenningar og hefur verið stundað hér á landi í um það bil þrjátíu ár. Hópurinn sem stundar svett, eins og það er gjarnan kallað, fer vaxandi og verður sífellt fjölbreyttari. Gunný hefur sjálf lengi stundað svitahofið, en þetta er hennar fyrsta heimildamynd. Svitahofið hefur uppruna sinn í menningu Indjána Norður-Ameríku. Á Íslandi hefur svitahofið verið stundað í um það bil 30 ár og fer sá hópur sem sækir í svitahofið sífellt vaxandi. Tilgangurinn með svitahofinu er að hreinsa anda og líkama í tengslum við náttúrukraftana og endurfæðast á táknrænan hátt. Í kvikmyndinni er athöfninni fylgt eftir og viðtöl við aðilla sem hafa stundað svitahofið hér á landi og erlendis í fjölda ára Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
,,Ég fíla svo vel þetta andlega anarkí sem ríkir í svitahofinu,” segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, nemi í þjóðfræði, sem frumsýnir sína fyrstu heimildamynd Svitahof, í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan níu. ,,Svitahof er ný íslensk heimildarmynd um svokölluð svitahof, eða sweat lodge á ensku, og þá menningu sem myndast hefur í kringum hofið,” segir Gunný, en kvikmyndin er hluti lokaverkefnis Gunnýjar í mastersnámi sínu. Ítarlegt viðtal við Gunný var í helgarblaði Fréttablaðsins seint á síðasta ári. Gunný hefur síðastliðin þrjú ár unnið við gerð heimildarmyndarinnar ásamt tökumanninum Jóni Má Gunnarssyni. Gunný hefur lagt áherslu í námi sínu í þjóðfræði að rannsaka jaðarmenningu, með tilliti til valds og menningar í grasrótarmenningu. Svitahofið er ein birtingarmynd grasrótarmenningar og hefur verið stundað hér á landi í um það bil þrjátíu ár. Hópurinn sem stundar svett, eins og það er gjarnan kallað, fer vaxandi og verður sífellt fjölbreyttari. Gunný hefur sjálf lengi stundað svitahofið, en þetta er hennar fyrsta heimildamynd. Svitahofið hefur uppruna sinn í menningu Indjána Norður-Ameríku. Á Íslandi hefur svitahofið verið stundað í um það bil 30 ár og fer sá hópur sem sækir í svitahofið sífellt vaxandi. Tilgangurinn með svitahofinu er að hreinsa anda og líkama í tengslum við náttúrukraftana og endurfæðast á táknrænan hátt. Í kvikmyndinni er athöfninni fylgt eftir og viðtöl við aðilla sem hafa stundað svitahofið hér á landi og erlendis í fjölda ára
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira