Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. janúar 2015 11:44 "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. „Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það er bara vægast sagt stórfurðulegt að frétta það að Framsókn sé að taka þessa ákvörðun. Að setja hann í sæti til að fara að fjalla um málefni minnihluta í þessu samfélagi. Það finnst okkur stórfurðulegt og hreinlega galið,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78, í samtali við Vísi. Gústaf Adolf Níelsson sagnfræðingur var í gær skipaður varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli í garð múslima en hann ritaði einnig pistil um hjónaband samkynhneigðra og barneignir í Morgunblaðinu árið 2005.„Börn til útdeilingar handa hommum og lesbíum“ „[...] En úr því að sú nöturlega staðreynd blasir við, er réttast að gera þá kröfu á ríkið að börn séu til útdeilingar handa hommum og lesbíum í hjónabandi – í jafnréttisskyni. Þá er auðvitað enginn að huga að þeim sjálfsögu mannréttindum barna, að eiga bæði föður og móður,“ ritaði Gústaf. „Það hefur löngum verið þekkt að sumt fólk leggur ást á sitt eigið kyn, en það er ekki þar meðsagt að slík háttsemi sé eðlileg, heldur þvert á móti.“Sjá einnig: Ólga innan Framsóknarflokks„Sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar“ Hilmar furðar sig á ákvörðun Framsóknarflokksins. „Gústaf Adolf Níelsson er annálaður hatursmaður hinsegin fólks á Íslandi og hefur verið um árabil. Við erum hugsi yfir ákvörðunum flokksins og hann hlýtur að vita það að í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar og bætir við að samtökin hvetji forystu Framsóknar til að endurskoða hug sinn, bæði í málefnum hinsegin fólks og útlendinga „Þetta er klárlega fingur framan í okkur. Það er verið að senda okkur fingurinn, það er bara þannig. Ég get ekki lýst þessu með öðrum orðum,“ segir Hilmar að lokum. Samtökin '78 sendu frá sér ályktun í dag en hana má sjá hér fyrir neðan.Samtökin '78 furða sig á skipan Framsóknar og flugvallarvina á Gústafi Adolf Níelssyni sem varamanni í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Það er ekki nóg með að Framsókn og flugvallarvinir skipi einn háværasta hatursmann hinsegin fólks á Íslandi um árabil til ábyrðgarstarfa í ráði sem fer með málefni viðkvæmustu hópa samfélagsins - hópa sem Gústaf Adolf Níelsson hefur hingað til sýnt andúð, hroka og fyrirlitningu. Nei, Framsókn og flugvallarvinir gera meira en það. Þau hreinlega leggja lykkju á leið sína og skipa mann sem er flokksbundinn í öðrum stjórnmálasamtökum. Til þess að láta 'rödd hans heyrast' eins og þau orða það svo snyrtilega.Ef að raddir haturs, þröngsýni og hinseginfóbíu eru þær raddir sem Framsókn og flugvallarvinum finnst ástæða til að hampa - og það á sjálfum vettvangi mannréttindaráðs - líta Samtökin '78 svo á að Framsókn hafi sent hinsegin fólki fingurinn, svo pent sé til orða tekið, og sé nákvæmlega sama um hagi þess og líf. Innlegg frá Samtökin '78.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira