Innlent

Kattaþjófarnir í Ölfusi ófundnir

Gissur Sigurðsson skrifar
Á meðal sönnunargagna í málinu eru þessi blái brjóstahaldari og blettatígursbuxurnar.
Á meðal sönnunargagna í málinu eru þessi blái brjóstahaldari og blettatígursbuxurnar. Vísir/MHH
Ekkert hefur enn spurst til Bengalkattanna fjögurra, sem stolið var úr skemmu að bænum Nátthaga í Ölfusi í fyrradag.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi, sem fer með rannsókn málsins, hafa engar vísbendingar borist og nágrannar urðu ekki varir við grunsamlegar mannaferðir við bæinn.

Eigandi kattanna hefur stundað ræktun á þessu kyni um árabil og telur að kettirnir séu um það bil tveggja milljóna króna virði, en kettlingar undan þeim eru seldir á 150 þúsund krónur stykkið.

Á meðal sönnunargagna í málinu er blár brjóstahaldari í stærð 34D og buxur með blettatígursmynstri sem þjófarnir skildu eftir á vettvangi.

Uppfært klukkan 8:20: Þjófarnir stálu þremur köttum, en ekki fjórum eins og upphaflega var talið. Einn kötturinn, fressið Kiss Me, fannst seint í gærkvöldi undir sófa í skemmunni, dauðhræddur eftir atburði næturinnar á undan.


Tengdar fréttir

Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi

Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×