Hæstiréttur staðfestir brot gegn fimm unglingsstúlkum Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2015 17:43 Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir manni sem var sakfelldur um brot gegn barnaverndarlögum gagnvart fimm stúlkum. Brotin voru gegn stúlkum á aldrinum 14 til 15 ára en maðurinn var meðal annars fundinn sekur um að hafa snert rass þeirra og brjóst utan klæða og fyrir að hafa losað eða reynt að losa brjóstahaldara þeirra. Þá hafði hann á orði við eina stúlkuna að hún væri með flott brjóst og flottan rass spurt eina, sem þá var fjórtán ára, í gegnum netspjall í „hvernig nærbuxum hún væri í“. Að mati Héraðsdóms Suðurlands var framburður stúlknanna mjög trúverðugur og gott innbyrðis samræmi í honum. Var ljóst að þessi atvik hafa haft mikil áhrif á allar stúlkurnar og glíma þær enn við afleiðingarnar, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands. Framburður þeirra fær einnig stoð í framburði foreldra stúlknanna og vitna. Héraðsdómur taldi nægilega sannað að maðurinn hafi haft fulla vitneskju um aldur allra brotaþola. Segir Héraðsdómur Suðurlands stúlkurnar allar hafa lýst því hvernig þær hafi borið traust til mannsins og litið upp til hans. Héraðsdómur Suðurlands gerir athugasemdir við vinnubrögð sálfræðinga í málinu með því að hafa rætt við brotaþolana í sameiningu áður en málinu var vísað til lögreglu. Þá segir dómurinn það vera óútskýrt og athugavert að skýrslutökur af stúlkunum hafi ekki farið fram fyrr en 5. og 6. apríl árið 2011 en beiðni um lögreglurannsókn barst 21. febrúar sama ár. Það breytti þó ekki þeirri niðurstöðu dómsins að þegar málið er virt í heild og með hliðsjón af játningu mannsins að hluta, þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að hann gerðist sekur um háttsemi sem honum er gefin að sök. Var maðurinn dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún fellur niður að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins haldi hann almennu skilorði. Auk þess var hann dæmdur til að greiða stúlkunum skaðabætur en Hæstiréttur úrskurðaði að dómur Héraðsdóms Suðurlands skildi standa óraskaður um annað en að þóknun skipaðs réttargæslumanns allra brotaþola í héraði skal samtals vera 941.250 krónur. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir manni sem var sakfelldur um brot gegn barnaverndarlögum gagnvart fimm stúlkum. Brotin voru gegn stúlkum á aldrinum 14 til 15 ára en maðurinn var meðal annars fundinn sekur um að hafa snert rass þeirra og brjóst utan klæða og fyrir að hafa losað eða reynt að losa brjóstahaldara þeirra. Þá hafði hann á orði við eina stúlkuna að hún væri með flott brjóst og flottan rass spurt eina, sem þá var fjórtán ára, í gegnum netspjall í „hvernig nærbuxum hún væri í“. Að mati Héraðsdóms Suðurlands var framburður stúlknanna mjög trúverðugur og gott innbyrðis samræmi í honum. Var ljóst að þessi atvik hafa haft mikil áhrif á allar stúlkurnar og glíma þær enn við afleiðingarnar, að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands. Framburður þeirra fær einnig stoð í framburði foreldra stúlknanna og vitna. Héraðsdómur taldi nægilega sannað að maðurinn hafi haft fulla vitneskju um aldur allra brotaþola. Segir Héraðsdómur Suðurlands stúlkurnar allar hafa lýst því hvernig þær hafi borið traust til mannsins og litið upp til hans. Héraðsdómur Suðurlands gerir athugasemdir við vinnubrögð sálfræðinga í málinu með því að hafa rætt við brotaþolana í sameiningu áður en málinu var vísað til lögreglu. Þá segir dómurinn það vera óútskýrt og athugavert að skýrslutökur af stúlkunum hafi ekki farið fram fyrr en 5. og 6. apríl árið 2011 en beiðni um lögreglurannsókn barst 21. febrúar sama ár. Það breytti þó ekki þeirri niðurstöðu dómsins að þegar málið er virt í heild og með hliðsjón af játningu mannsins að hluta, þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að hann gerðist sekur um háttsemi sem honum er gefin að sök. Var maðurinn dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar en fullnustu refsingarinnar skal frestað og hún fellur niður að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins haldi hann almennu skilorði. Auk þess var hann dæmdur til að greiða stúlkunum skaðabætur en Hæstiréttur úrskurðaði að dómur Héraðsdóms Suðurlands skildi standa óraskaður um annað en að þóknun skipaðs réttargæslumanns allra brotaþola í héraði skal samtals vera 941.250 krónur.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira