Innlent

Braust inn hjá vini sínum til að vera með konu

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt lögreglunni var húsráðandi íbúðarinnar ekki ánægður með vin sinn og ætlaði að kæra hann fyrir húsbrot.
Samkvæmt lögreglunni var húsráðandi íbúðarinnar ekki ánægður með vin sinn og ætlaði að kæra hann fyrir húsbrot. Vísir/Kolbeinn Tumi
Lögreglunni barst tilkynning um rúðubrot í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var par í íbúðinni að ástarleik. Þá hafði maðurinn brotið sér leið inn í íbúðina til að vera með konunni, en hann sagði vin sinn vera húsráðenda hennar.

Konan sjálf taldi hann vera íbúa þarna og að hann hefði týnt lyklunum.

Maðurinn var ölvaður og var vistaður í fangageymslu yfir nóttina. Samkvæmt lögreglunni var húsráðandi íbúðarinnar ekki ánægður með vin sinn og ætlaði að kæra hann fyrir húsbrot.

Einnig barst lögreglunni tilkynning um umferðaróhapp í miðborginni í gærkvöldi, þar sem bíl var ekið á kyrrstæðan bíl. Ökumaðurinn fór úr bílnum og inn á nærliggjandi bar. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var bíllinn enn í gangi. Maðurinn var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×