Innlent

Myndband af því er þyrlan sótti slasaðan göngumann

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar vísir/daníel
„Það var mikill ís og lélegt færi í fjallinu og eitt okkar féll við og rann niður fjallið þrátt fyrir góðan búnað,“ segir Kristinn Bjarnason. Hann var ásamt fimm öðrum í Litladal í Eyjafirði í gær að sækja eftirlegukindur með áðurgreindum afleiðingum.

„Aðilinn rann langa leið niður fjallið og í kjölfarið hófst bið eftir björgunarfólki. Það kom innan skamms og þyrlan um eftir um fjórar klukkustundir. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætti á svæðið og flutti hinn slasaða á Akureyri.“

Sá sem meiddist hlaut handleggs- og fótbrot. Á sjúkrahúsinu á Akureyri var gerð aðgerð á honum og er líðan hans eftir atvikum góð. Að sögn Kristins var hann mjög kaldur og lúinn er hann komst loksins í þyrluna.

„Ég vil þakka björgunarsveitunum Súlum á Akureyri og Dalbjörg úr Eyjafirði fyrir sinn þátt og öllu sjúkraflutningafólkinu sem kom okkur til aðstoðar,“ segir Kristinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×