Tímabil sem var þaggað niður Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 20:06 „Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira