Innlent

Mál Landverndar gegn Landsneti fær ekki flýtimeðferð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Landsnet annast raforkuflutning og kerfisstjórnun.
Landsnet annast raforkuflutning og kerfisstjórnun. Vísir/Landsnet
Fyrirhuguð málshöfðun Landverndar gegn Landsneti í þeim tilgangi að fá kerfisáætlun fyrirtækisins fyrir árin 2014-2023 felldar úr gildi fær ekki flýtimeðferð. Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms þess efnis.

Í dómnum kemur fram að hægt sé að fá flýtimeðferð vegna ákvörðunar eða athafnar stjórnvalds ef að fyrir hendi sé brýn þörf á skjótri úrlausn sem hafi almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni þess sem hyggst höfða málið.

Hæstiréttur féllst á að Landsnet væri í þessu tilfelli stjórnvald. Hinsvegar var horft til þess að kerfisáætlunin sé áætlun til tíu ára sem eigi að endurskoða reglulega. Í því ljósi féllst dómurinn ekki á að kerfisáætlunin fæli í sér slíka athöfn að hún varði hagsmuni Landverndar á þann hátt að skilyrðum laga um flýtimeðferð væri uppfyllt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×