Rakarastofuráðstefnu lokið í New York Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2015 19:39 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, segir jafnrétti ekki vera einkamál kvenna heldur varða okkur öll. Í ávarpi á rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag sagði Vigdís nauðsynlegt að fræða fólk um jafnréttismál allt frá blautu barnsbeini. Tveggja daga rakarastofuráðstefnu sem Ísland og Súrínam standa sameiginlega að hjá Sameinuðu þjóðunum í New York lauk fyrir skemmstu með blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. En ráðstefnunni er ætlað að vekja karla til umhugsunar um jafnréttismál og til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi um allan heim. Vigdís ávarpaði ráðstefnuna í dag af myndbandi og sagði mikilvægt að karlar kæmu saman á þessum vettvangi til að virkja drengi og menn í umræðunni um jafnrétti kynjanna. „En jafnrétti er ekki mál kvenna. Það er mál sem varðar okkur öll. Það er mál sem varðar mannréttindi. Samfélögin sem heild njóta ávaxtanna, pólitískt, félagslega og efnahagslega. Þetta er ekki spurning um að gefa eða taka. Jafnrétti kynjanna er einfaldlega gott fyrir okkur öll,” sagði Vigdís meðal annars í ávarpi sínu. Fjölmargir ávörpuðu ráðstefnuna og greindu frá reynslu sinni, meðal annars Magnús Scheving, generáll í ástralska hernum sem og sendimenn um 100 ríkja og fréttakonur frá alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum eins og CNN og Al Jazeera. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er ánægður með ráðstefnuna og segir vel hafa tekist til. Yfir hundrað sendimenn annarra ríkja hafi tekið þátt í ráðstefnunni og greint frá reynslu sinni, ásamt fleirum. Menn hafi opnað sig ófeimnir um þessi mál og vonandi taki aðir upp boltan og hafi áhrif á umræðuna í sínum heimalöndum en framtakið hafi vakið mikla athygli. „Og það eitt og sér er jákvætt og fær karlmenn vonandi til að hugsa um málin. En svo er þetta vitanlega, og það er mikilvægt, stuðningur okkar við framtakið He for She sem UN Women standa fyrir. Þau eru mjög þakklát fyrir þetta framtak okkar. Mæta hér vel fulltrúar UN Women og He for She. Þannig að við getum ekki annð en verið sátt við þetta og vonandi skilar þetta tilætluðum árangri,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, segir jafnrétti ekki vera einkamál kvenna heldur varða okkur öll. Í ávarpi á rakarastofuráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag sagði Vigdís nauðsynlegt að fræða fólk um jafnréttismál allt frá blautu barnsbeini. Tveggja daga rakarastofuráðstefnu sem Ísland og Súrínam standa sameiginlega að hjá Sameinuðu þjóðunum í New York lauk fyrir skemmstu með blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. En ráðstefnunni er ætlað að vekja karla til umhugsunar um jafnréttismál og til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi um allan heim. Vigdís ávarpaði ráðstefnuna í dag af myndbandi og sagði mikilvægt að karlar kæmu saman á þessum vettvangi til að virkja drengi og menn í umræðunni um jafnrétti kynjanna. „En jafnrétti er ekki mál kvenna. Það er mál sem varðar okkur öll. Það er mál sem varðar mannréttindi. Samfélögin sem heild njóta ávaxtanna, pólitískt, félagslega og efnahagslega. Þetta er ekki spurning um að gefa eða taka. Jafnrétti kynjanna er einfaldlega gott fyrir okkur öll,” sagði Vigdís meðal annars í ávarpi sínu. Fjölmargir ávörpuðu ráðstefnuna og greindu frá reynslu sinni, meðal annars Magnús Scheving, generáll í ástralska hernum sem og sendimenn um 100 ríkja og fréttakonur frá alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum eins og CNN og Al Jazeera. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er ánægður með ráðstefnuna og segir vel hafa tekist til. Yfir hundrað sendimenn annarra ríkja hafi tekið þátt í ráðstefnunni og greint frá reynslu sinni, ásamt fleirum. Menn hafi opnað sig ófeimnir um þessi mál og vonandi taki aðir upp boltan og hafi áhrif á umræðuna í sínum heimalöndum en framtakið hafi vakið mikla athygli. „Og það eitt og sér er jákvætt og fær karlmenn vonandi til að hugsa um málin. En svo er þetta vitanlega, og það er mikilvægt, stuðningur okkar við framtakið He for She sem UN Women standa fyrir. Þau eru mjög þakklát fyrir þetta framtak okkar. Mæta hér vel fulltrúar UN Women og He for She. Þannig að við getum ekki annð en verið sátt við þetta og vonandi skilar þetta tilætluðum árangri,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira