Innlent

Flugvirkjar semja við Gæsluna

Visir/Vilhelm
Samningamenn ríkisins og Flugvirkjafélags Íslands, undirrituðu nýjan kjarasamning fyrir flutvirkja hjá Landhelgisgæslunni um klukkan hálf eitt í nótt eftir fund sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í gærdag. Er þar með aflýst verkfalli þeirra, sem átti að hefjast klukkan sex í morgun.

Landhelgisgæslan mat stöðuna svo að ef til verkfallsins kæmi myndi allt flug á þyrlum stöðvast innan örfárra daga, eða jafnvel klukkustunda og hafði Gæslan búið sig undir að það gæti gerst.

Björgunarmiðstöðvum í Færeyjum og á Grænlandi var gert viðvart, óskað var eftir afnotum af þyrlu um borð í dönsku varðskipi, sem er í Reykjavíkurhöfn  og varðskipið Þór, sem er í Reykjavíkurhöfn var sett í viðbragðsstöðu, svo nokkuð sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×