Ráðþrota gagnvart bágbornu ástandi konu á vergangi Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2015 15:00 Mörgun rennur til rifja ástand eldri konu sem sefur undir berum himni, vegna söfnunaráráttu sinnar. Sigtryggur hjá velferðarsviðinu segir erfitt við að eiga þegar fólk vill ekki þiggja þá þjónustu sem í boði er. Staða konu á sjötugsaldri, sem er á vergangi í Reykjavík og haldin er söfnunaráráttu á háu stigi, rennur mörgum til rifja en svo virðist sem kerfið standi algerlega ráðþrota gagnvart þessu vandamáli, sem mörgum sýnist augljóst en flókið er að bregðast við. Ættingjar og/eða heilbrigðisyfirvöld geta farið fram á sjálfræðissviptingu en það er erfitt í framkvæmd. Verulegur óþrifnaður fylgir konunni en hún vill safna sorpi og lyktin sem henni fylgir er í samræmi við það. Vísi hefur borist ábendingar um að þar sem hún kemur, til dæmis í matstofu þar sem útigangsfólk kemur saman, skapist afar erfiðar aðstæður.Áráttan kemur henni úr húsi Konan hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en árið 2012 staðfesti Hæstiréttur dóm sem féll í héraði en þá var konunni gert að selja gegn vilja sínum eignarhlut sinn í fjölbýlishúsi við Hverfisgötu. En, hún hafi vegna þessarar áráttu sinnar, brotið gróflega gegn öðrum eigendum hússins. Málið hafði verið lengi að velkjast innan kerfisins og í minnisblaði starfsmanna byggingarfulltrúans í Reykjavík, sem könnuðu húsakynnin árið 2000, segir meðal annars: „Þó svo að öllu sorpi hafi verið mokað út úr húsnæðinu þá var aðkoman ... vart lýsanleg með orðum og óþefur það megn að ómögulegt reyndist að dvelja innandyra nema augnablik. Eigandi eignarinnar mun haldinn þeirri sjúklegu áráttu að safna að sér sorpi úr öskutunnum og geyma innandyra og hafði er hér var komið nánast fyllt húsrýmið af þessum ófögnuði.“Vill ekki þiggja þjónustuKonan hefur verið meira og minna á vergangi síðan dómur féll og sefur úti í hvaða veðrum sem er. Vandinn er sá að konan vill ekki horfast í augu við að um vandamál sé að ræða sem gerir málið afskaplega erfitt viðureignar. Vísir hefur rætt við fjölda fólks innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, svo sem borgarverði og allir þekkja umrætt dæmi. Þá kannast margir við konuna af götum borgarinnar, þar sem hún fer um oft með ruslapoka sem sitt farteski. Fjöldi fólks er á götunni en þetta dæmi sker sig úr. Konan er ekki á götunni vegna fátæktar heldur vegna áráttu sinnar, sem hún vill ekki horfast í augu við að sé neitt vandamál. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segist ekki tjá sig um einstök dæmi en bendir á að ýmis þjónusta sé til staðar á vegum borgarinnar en erfitt sé við að eiga þegar fólk vill ekki nýta sér úrræði sem fyrir hendi eru. Ef menn vilji nauðungarvista fólk og vista á stofnun þá gilda um það mjög strangar reglur. Og ekki er hægt að dæma fólk fyrir að safna rusli, það er ekki ólöglegt, segir Bjarni og vísar til orða Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, þess efnis.Læknisfræðilegan úrskurð þarf til Sigtryggur Jónsson er framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða og mál sem þessi eru á hans borði. „Ég get ekki rætt aðstæður þessarar konu sérstaklega, en þetta snýst um það að þjónustu er ekki troðið uppá fólk. Því er auðvitað boðin þjónustu, ef það vill ekki þiggja þjónustu getum við ekkert gert. Hins vegar geta ættingjar og heilbrigðisyfirvöld farið fram á sjálfræðissviptingu á fólki ef þau telja þörf á því, þá til að sjá til þess að viðkomandi fái þá þjónustu sem þörf þykir á. Það verða að vera þar til bær yfirvöld sem fara fram á það, eða ættingjar.“ Sjálfræðissvipting er verulega íþyngjandi og afgerandi inngrip, sem menn forðast í lengstu lög. Sigtryggur segir að til kasta ýmissa innan heilbrigðisyfirvalda geti komið og hann nefnir sjúkrahús, heilbrigðisstöðvar, borgarlækni og landlækni í því sambandi. „En þá byggir það á læknisfræðilegu mati að slík þörf sé til staðar, þá að þetta læknisfræðilega mat segi það til um að viðkomandi sé sjálfum sér hættulegur, eða ógni öryggi sínu.“ Spyrja má hvort árátta konunnar hafi ekki komið henni í aðstæður sem ógna lífi hennar en sjálf kvartar konan ekki undan þeim aðstæðum.Eru margir á götunni núna? „Það fer eftir því hvað kallast að vera á götunni. Eitt er að vera heimilislaus, annað að vera húsnæðislaus; nánast enginn sem er húsnæðislaus á Íslandi, flestir sem eiga möguleika á þaki yfir höfuðið. En, það er auðvitað ekki heimili í mörgum tilvikum. Talað er um að það séu vel á annað hundruð einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu sem eru heimilislausir, þetta eru kannski ekki nákvæmar tölur, en þessir einstaklingar hafa möguleika á að komast í Gistiskýlið og Konukot og fleiri staði, Kaffistofuna og Dagsetur á daginn. Þeir sem eru í fangelsi, koma þaðan og eiga ekki í nein hús að venda teljast vera heimilislausir líka,“ segir Sigtryggur Jónsson. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Staða konu á sjötugsaldri, sem er á vergangi í Reykjavík og haldin er söfnunaráráttu á háu stigi, rennur mörgum til rifja en svo virðist sem kerfið standi algerlega ráðþrota gagnvart þessu vandamáli, sem mörgum sýnist augljóst en flókið er að bregðast við. Ættingjar og/eða heilbrigðisyfirvöld geta farið fram á sjálfræðissviptingu en það er erfitt í framkvæmd. Verulegur óþrifnaður fylgir konunni en hún vill safna sorpi og lyktin sem henni fylgir er í samræmi við það. Vísi hefur borist ábendingar um að þar sem hún kemur, til dæmis í matstofu þar sem útigangsfólk kemur saman, skapist afar erfiðar aðstæður.Áráttan kemur henni úr húsi Konan hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum en árið 2012 staðfesti Hæstiréttur dóm sem féll í héraði en þá var konunni gert að selja gegn vilja sínum eignarhlut sinn í fjölbýlishúsi við Hverfisgötu. En, hún hafi vegna þessarar áráttu sinnar, brotið gróflega gegn öðrum eigendum hússins. Málið hafði verið lengi að velkjast innan kerfisins og í minnisblaði starfsmanna byggingarfulltrúans í Reykjavík, sem könnuðu húsakynnin árið 2000, segir meðal annars: „Þó svo að öllu sorpi hafi verið mokað út úr húsnæðinu þá var aðkoman ... vart lýsanleg með orðum og óþefur það megn að ómögulegt reyndist að dvelja innandyra nema augnablik. Eigandi eignarinnar mun haldinn þeirri sjúklegu áráttu að safna að sér sorpi úr öskutunnum og geyma innandyra og hafði er hér var komið nánast fyllt húsrýmið af þessum ófögnuði.“Vill ekki þiggja þjónustuKonan hefur verið meira og minna á vergangi síðan dómur féll og sefur úti í hvaða veðrum sem er. Vandinn er sá að konan vill ekki horfast í augu við að um vandamál sé að ræða sem gerir málið afskaplega erfitt viðureignar. Vísir hefur rætt við fjölda fólks innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, svo sem borgarverði og allir þekkja umrætt dæmi. Þá kannast margir við konuna af götum borgarinnar, þar sem hún fer um oft með ruslapoka sem sitt farteski. Fjöldi fólks er á götunni en þetta dæmi sker sig úr. Konan er ekki á götunni vegna fátæktar heldur vegna áráttu sinnar, sem hún vill ekki horfast í augu við að sé neitt vandamál. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segist ekki tjá sig um einstök dæmi en bendir á að ýmis þjónusta sé til staðar á vegum borgarinnar en erfitt sé við að eiga þegar fólk vill ekki nýta sér úrræði sem fyrir hendi eru. Ef menn vilji nauðungarvista fólk og vista á stofnun þá gilda um það mjög strangar reglur. Og ekki er hægt að dæma fólk fyrir að safna rusli, það er ekki ólöglegt, segir Bjarni og vísar til orða Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar, þess efnis.Læknisfræðilegan úrskurð þarf til Sigtryggur Jónsson er framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða og mál sem þessi eru á hans borði. „Ég get ekki rætt aðstæður þessarar konu sérstaklega, en þetta snýst um það að þjónustu er ekki troðið uppá fólk. Því er auðvitað boðin þjónustu, ef það vill ekki þiggja þjónustu getum við ekkert gert. Hins vegar geta ættingjar og heilbrigðisyfirvöld farið fram á sjálfræðissviptingu á fólki ef þau telja þörf á því, þá til að sjá til þess að viðkomandi fái þá þjónustu sem þörf þykir á. Það verða að vera þar til bær yfirvöld sem fara fram á það, eða ættingjar.“ Sjálfræðissvipting er verulega íþyngjandi og afgerandi inngrip, sem menn forðast í lengstu lög. Sigtryggur segir að til kasta ýmissa innan heilbrigðisyfirvalda geti komið og hann nefnir sjúkrahús, heilbrigðisstöðvar, borgarlækni og landlækni í því sambandi. „En þá byggir það á læknisfræðilegu mati að slík þörf sé til staðar, þá að þetta læknisfræðilega mat segi það til um að viðkomandi sé sjálfum sér hættulegur, eða ógni öryggi sínu.“ Spyrja má hvort árátta konunnar hafi ekki komið henni í aðstæður sem ógna lífi hennar en sjálf kvartar konan ekki undan þeim aðstæðum.Eru margir á götunni núna? „Það fer eftir því hvað kallast að vera á götunni. Eitt er að vera heimilislaus, annað að vera húsnæðislaus; nánast enginn sem er húsnæðislaus á Íslandi, flestir sem eiga möguleika á þaki yfir höfuðið. En, það er auðvitað ekki heimili í mörgum tilvikum. Talað er um að það séu vel á annað hundruð einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu sem eru heimilislausir, þetta eru kannski ekki nákvæmar tölur, en þessir einstaklingar hafa möguleika á að komast í Gistiskýlið og Konukot og fleiri staði, Kaffistofuna og Dagsetur á daginn. Þeir sem eru í fangelsi, koma þaðan og eiga ekki í nein hús að venda teljast vera heimilislausir líka,“ segir Sigtryggur Jónsson.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira