Innlent

Staðinn að því að skemma lögreglubifreið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Lögreglan hafði í nógu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í gærkvöldi en nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur eða undir áhrifum fíkniefna.

Á öðrum tímanum í nótt var maður handtekinn fyrir framan við veitingarstað í Hafnarfirði, þar sem hann var staðinn að því að skemma lögreglubifreið. Maðurinn hafi brotið forgangsljós á bifreiðinni og var hann vistaður í fangageymslu.

Á fjórða tímanum í nótt hafði lögreglan afskipti af ökumanni og tveimur farþegum í bifreið í Breiðholti. Ökuréttindi ökumanns voru útrunnin og við leit á farþegum fundust ætluð fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×