Innlent

Handtekinn í vesturbænum í mjög annarlegu ástandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögregla hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi í vesturbæ Reykjavíkur á sjötta tímanum í nótt.
Lögregla hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi í vesturbæ Reykjavíkur á sjötta tímanum í nótt. Vísir/GVA
Lögregla hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi í vesturbæ Reykjavíkur á sjötta tímanum í nótt. Samkvæmt skýrslu lögreglu sló maðurinn til lögregluþjóna sem hugðust aðstoða hann við að komast til síns heima og fór svo að hann var látinn gista fangaklefa í nótt.

Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna gruns um ölvun við akstur. Allir voru þeir látnir lausir að lokinni sýnatöku. Annar til var svo stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, en sá reyndist einnig sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×