Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 12:00 "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Vísir/Ernir „The moral of the story ... ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki, hverju þau hafa áhuga á, hverju þau vilja. Þau finna út úr því sjálf, allt er hægt þegar áhugi og vilji eru til staðar.“Þetta skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir matreiðslukona á Facebook í gær við myndband af syni hennar, Hafliða Hafþórssyni, að spila knattspyrnu með félögum sínum. Hafliði er níu ára en hann fæddist fótalaus og notast við stoðtækjafætur frá Össuri. Ebba rifjar það upp í færslu sinni að hún og maður hennar grínuðust með það á meðgöngunni að þau ættu von á „fótboltastrák,“ áður en þau komust að því að sonur þeirra myndi fæðast án fóta. „Þegar sónarsérfræðingurinn sagði við mig og Hadda að við ættum von á dreng hvíslaði Haddi að mér „fótboltastrákur“ og brosti,“ skrifar Ebba Guðný. „Ég brosti líka. Örfáum mínútum síðar fengum við að vita að engir fætur sæjust – drengurinn okkar var ekki með neina fætur. Við töluðum aldrei aftur um fótboltastrákinn.“ Eins og sést í myndbandinu átti Hafliði svo sannarlega eftir að verða að fótboltastrák. Hann gekkst undir aðgerð ellefu mánaða gamall þar sem vansköpuðu fætur hans voru fjarlægðir, en saga hans var sögð í Íslandi í dag árið 2011. Rúmum mánuði síðan fékk Hafliði svo sína fyrstu gervifætur og hefur fjölskyldan ekki litið um öxl síðan. „Í dag er Hafliði níu ára og hefur mestan áhuga á fótbolta,“ skrifar Ebba. „Hann elskar fótbolta, veit allt um fótbolta, horfir á fótbolta og spilar fótbolta eins mikið og hann getur. Þannig að eftir allt saman er hann orðinn fótboltastrákur eins og pabbi hans sagði í sónarnum.“ Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„The moral of the story ... ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki, hverju þau hafa áhuga á, hverju þau vilja. Þau finna út úr því sjálf, allt er hægt þegar áhugi og vilji eru til staðar.“Þetta skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir matreiðslukona á Facebook í gær við myndband af syni hennar, Hafliða Hafþórssyni, að spila knattspyrnu með félögum sínum. Hafliði er níu ára en hann fæddist fótalaus og notast við stoðtækjafætur frá Össuri. Ebba rifjar það upp í færslu sinni að hún og maður hennar grínuðust með það á meðgöngunni að þau ættu von á „fótboltastrák,“ áður en þau komust að því að sonur þeirra myndi fæðast án fóta. „Þegar sónarsérfræðingurinn sagði við mig og Hadda að við ættum von á dreng hvíslaði Haddi að mér „fótboltastrákur“ og brosti,“ skrifar Ebba Guðný. „Ég brosti líka. Örfáum mínútum síðar fengum við að vita að engir fætur sæjust – drengurinn okkar var ekki með neina fætur. Við töluðum aldrei aftur um fótboltastrákinn.“ Eins og sést í myndbandinu átti Hafliði svo sannarlega eftir að verða að fótboltastrák. Hann gekkst undir aðgerð ellefu mánaða gamall þar sem vansköpuðu fætur hans voru fjarlægðir, en saga hans var sögð í Íslandi í dag árið 2011. Rúmum mánuði síðan fékk Hafliði svo sína fyrstu gervifætur og hefur fjölskyldan ekki litið um öxl síðan. „Í dag er Hafliði níu ára og hefur mestan áhuga á fótbolta,“ skrifar Ebba. „Hann elskar fótbolta, veit allt um fótbolta, horfir á fótbolta og spilar fótbolta eins mikið og hann getur. Þannig að eftir allt saman er hann orðinn fótboltastrákur eins og pabbi hans sagði í sónarnum.“
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira