Innlent

Öllu morgunflugi aflýst vegna veðurs

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Brink
Öllu morgunflugi Icelandair til og frá landinu hefur verið aflýst vegna óveðurs, en það hefst á ný um leið og veður batnar. Einnig hefur brottför tveggja véla Wow Air verið frestað til hádegis, í von um að skilyrði leyfi þá flug.

Röskun verður því á ferðum  þúsunda ferðamanna vegna þessa. Það er einkum spá um mjög snarpar vindhviður sem veldur þessu, en Veðurstofan spáir 18 til 25 metrum á sekúndu með slyddu eða snjókomu á Suðvesturlandi, en hægari fyrir norðan og austan. Síðan lægir niður í 13 til 18 metra á sekúndu í dag suðvestanlands.

Athuga á með innanlandsflug klukkan níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×