Sér eftir að hafa fallið frá kröfu um rannsókn á Hæstarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 12:00 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi dómari við Hæstarétt segist sjá eftir því að hafa fallið frá kröfu um rannsókn á ætlaðri misnotkun valds dómara við réttinn sumarið og haustið 2004. Jón Steinar greinir frá þessu í bók sinni Í krafti sannfæringar – saga lögmanns og dómara. Jón Steinar telur að átta dómarar við Hæstarétt hafi misbeitt valdi sínu í aðdraganda þess að hann hafi verið skipaður dómari við réttinn. Þessi misnotkun valds á sér tvær birtingarmyndir að því er fram kemur í bókinni. Annars vegar birtist hún í ráðabruggi átta dómara við réttinn um að hvetja aðra lögfræðinga um að sækja um embætti við hæstaréttardómara sumarið 2004 þegar það spurðist út að Jón Steinar hugðist sækja um embættið því dómararnir hafi talið að Jón Steinar væri ekki samstarfshæfur. Fremstur í flokki þessa ráðabruggs mun hafa verið Markús Sigurbjörnsson, núverandi forseti Hæstaréttar, ef marka má bókina. Hins vegar birtist þetta í því að dómarar við réttinn hafi breytt aðferðafræði við flokkun á hæfni umsækjenda í umsögn um þá sem sóttust eftir embætti dómara, sem Hæstarétti var skylt að veita samkvæmt þágildandi lögum um dómstóla. Ritaði settum dómsmálaráðherra bréf og fór fram á rannsókn Í bókinni rekur Jón Steinar á ítarlegan hátt umsóknarferlið um embætti dómara við réttinn haustið 2004. Hann upplýsir jafnframt í fyrsta sinn um bréf sem hann ritaði Geir H. Haarde, sem þá var settur dómsmálaráðherra og fór með veitingarvaldið í umrætt sinn, hinn 24. september 2004 þar sem hann fer fram á að Geir hlutist til um rannsókn á framferði dómaranna í sinn garð. Í II. lið bréfsins segir: „Ég leyfi mér að óska eftir að aflað verði upplýsinga frá Hæstarétti um afskipti dómaranna við réttinn að undanförnu af þessu máli. Frá því hefur verið greint í fréttum að rétturinn hafi tekið að leita að umsækjendum um embættið, eftir að ljóst varð, að Pétur Kr. Hafstein hygðist biðjast lausnar og frá því var sagt í fjölmiðlum, að ég hugleiddi að sækja um. Afla verður svara réttarins um, hvort forseti hans eða aðrir dómarar hafi leitað til einstakra manna í því skyni að fá þá til að sækja um embættið og alveg sérstaklega hvort slíkum umleitunum hafi verið beint til umsækjendanna Eiríks Tómassonar, Stefáns Más Stefánssonar og Hjördísar Hákonardóttur.“ Þá vísaði Jón Steinar til þess að hann hefði þess kost að leita sönnunarfærslu um þetta atriði fyrir dómi sakmvæmt heimild í lögum um meðferð einkamála. Eftir að Jón Steinar var skipaður dómari við réttinn upplýsti hann hina nýju samstarfsmenn sína um bréfið til Geirs en segist jafnframt hafa fallið frá II. lið bréfsins þar sem hann fór fram á að settur dómsmálaráðherra hlutaðist til um rannsókn á framferði dómaranna við réttinn. Jón Steinar segist í bókinni sjá eftir þessu. „Þegar ég skoða þetta núna fæ ég bakþanka yfir þessu síðasta. Átta af níu dómurum við æðsta dómstól þjóðarinnar höfðu orðið berir af því að misbeita valdi sínu í þágu hagsmuna, sem þar áttu ekki að koma við sögu. Með háttalagi sínu höfðu þeir sýnt að þeir voru búnir til slíks. Hvernig er unn að treysta dómurum sem haga sér svona? (...) Ég var of upptekinn af eigin hagsmunum þegar ég féll frá fyrirætlunum mínum um að láta rannsaka háttsemi þeirra. Þar sem ég hafði fengið skipun í stöðu dómara taldi ég þá mega sleppa án þess að leitt yrði í dagsljósið hvernig þeir höfðu hagað sér, þegar að minnsta kosti sumir þeirra reyndu að fá aðra lögfræðinga til að sækja um á móti mér, hótuðu mér en hétu þeim hlutdrægni í umsögninni og stóðu svo við fyrirheitið.“ (bls. 288-289).Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar. Markús er af mörgum talinn fremstur meðal jafningja í stétt lögfræðinga hér á landi og er þekktur fyrir mikil afköst og tæknilega kunnáttu.Telur Markús hafa farið út af sporinu Jón Steinar virðist eiga í dálítið sérstöku sambandi við Markús Sigurbjörnsson forseta Hæstaréttar ef marka má bókina. Draga má þá ályktun að Jón Steinar dáist að lögfræðikunnáttu, afköstum, tæknilegri getu og hæfileikum Markúsar en fyrirlíti hann á sama tíma. Þegar bókin kom út var Jón Steinar í viðtali um efni hennar í Íslandi í dag á Stöð 2. Á einum tímapunkti í viðtalinu var hann spurður út í þetta og svaraði hann þannig: „Markús Sigurbjörnsson er afburða fær lögfræðingur. Það er engin spurning. Hann er afkastamikill og hefur góða greind og skilning. En mér finnst hann hafa farið út af sporinu í málum og einhvern veginn vanti hann eitthvað sem góður dómari þarf að hafa.“ Markús, sem var skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 aðeins 39 ára að aldri, er af mörgum talinn fremstur meðal jafningja í stétt lögfræðinga. Reyndur dómari við einn af héraðsdómstólum landsins sagði eitt sinn við þann sem þetta ritar að sér væri „til efs að nokkur annar slíkur lögfræðingur myndi koma fram hér á landi.“Markús tjáir sig ekki um efni bókarinnar Markús er eini dómarinn af þessum átta, sem Jón Steinar telur að hafi staðið í ráðabruggi gegn sér og misfarið með vald sitt, sem er enn starfandi við Hæstarétt. Fréttastofan sendi honum svohljóðandi fyrirspurn vegna ásakana sem koma fram í bókinni í hans garð: Sæll Markús.Jón Steinar Gunnlaugsson setur fram ávirðingar í þinn garð í bókinni í Í krafti sannfæringar – saga lögmanns og dómara. Ég er þá aðallega að vísa í umfjöllun á bls. 269-289 í bókinni.Mér þætti vænt um ef þú gætir svarað eftirfarandi spurningum um málið vegna fréttar: Er það rétt að þú og átta aðrir dómarar við Hæstarétt hafi lagt á ráðin um að fá aðra umsækjendur til að sækja um embætti dómara við Hæstarétt haustið 2004 til að reyna að hindra að Jón Steinar yrði skipaður dómari við réttinn?Hvattir þú einhvern tímann einhverja lögfræðinga til að sækja um embætti hæstaréttardómara á árinu 2004? Ef svo er, gafst þú viðkomandi bein eða óbein fyrirheit um stuðning í umsögn réttarins?Er það rétt að aðferðafræði Hæstaréttar við röðun á hæfni umsækjenda á grundvelli þágildandi 3. mgr. 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 hafi verið breytt sérstaklega haustið 2004? Ef svo er, við hvaða lagaheimild var stuðst?Ertu sammála því að Hæstiréttur hafi farið út fyrir valdheimildir sínar með því að breyta aðferð við röðun á hæfni umsækjenda að óbreyttum lögum í umrætt sinn? Ert þú tilbúinn í sjónvarpsviðtal til að ræða þessi mál?Þér er velkomið að ræða þetta mál í gegnum síma frekar ef svo ber undir. Svar Markúsar var svohljóðandi:Sæll.Aðrir starfsmenn fjölmiðla, sem hafa borið upp við mig spurningar út af efni neðangreindrar bókar , hafa fengið það svar að ég tjái mig ekki um það. Svarið til þín verður að vera á sama veg.KveðjaMarkús Sigurbjörnsson. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi dómari við Hæstarétt segist sjá eftir því að hafa fallið frá kröfu um rannsókn á ætlaðri misnotkun valds dómara við réttinn sumarið og haustið 2004. Jón Steinar greinir frá þessu í bók sinni Í krafti sannfæringar – saga lögmanns og dómara. Jón Steinar telur að átta dómarar við Hæstarétt hafi misbeitt valdi sínu í aðdraganda þess að hann hafi verið skipaður dómari við réttinn. Þessi misnotkun valds á sér tvær birtingarmyndir að því er fram kemur í bókinni. Annars vegar birtist hún í ráðabruggi átta dómara við réttinn um að hvetja aðra lögfræðinga um að sækja um embætti við hæstaréttardómara sumarið 2004 þegar það spurðist út að Jón Steinar hugðist sækja um embættið því dómararnir hafi talið að Jón Steinar væri ekki samstarfshæfur. Fremstur í flokki þessa ráðabruggs mun hafa verið Markús Sigurbjörnsson, núverandi forseti Hæstaréttar, ef marka má bókina. Hins vegar birtist þetta í því að dómarar við réttinn hafi breytt aðferðafræði við flokkun á hæfni umsækjenda í umsögn um þá sem sóttust eftir embætti dómara, sem Hæstarétti var skylt að veita samkvæmt þágildandi lögum um dómstóla. Ritaði settum dómsmálaráðherra bréf og fór fram á rannsókn Í bókinni rekur Jón Steinar á ítarlegan hátt umsóknarferlið um embætti dómara við réttinn haustið 2004. Hann upplýsir jafnframt í fyrsta sinn um bréf sem hann ritaði Geir H. Haarde, sem þá var settur dómsmálaráðherra og fór með veitingarvaldið í umrætt sinn, hinn 24. september 2004 þar sem hann fer fram á að Geir hlutist til um rannsókn á framferði dómaranna í sinn garð. Í II. lið bréfsins segir: „Ég leyfi mér að óska eftir að aflað verði upplýsinga frá Hæstarétti um afskipti dómaranna við réttinn að undanförnu af þessu máli. Frá því hefur verið greint í fréttum að rétturinn hafi tekið að leita að umsækjendum um embættið, eftir að ljóst varð, að Pétur Kr. Hafstein hygðist biðjast lausnar og frá því var sagt í fjölmiðlum, að ég hugleiddi að sækja um. Afla verður svara réttarins um, hvort forseti hans eða aðrir dómarar hafi leitað til einstakra manna í því skyni að fá þá til að sækja um embættið og alveg sérstaklega hvort slíkum umleitunum hafi verið beint til umsækjendanna Eiríks Tómassonar, Stefáns Más Stefánssonar og Hjördísar Hákonardóttur.“ Þá vísaði Jón Steinar til þess að hann hefði þess kost að leita sönnunarfærslu um þetta atriði fyrir dómi sakmvæmt heimild í lögum um meðferð einkamála. Eftir að Jón Steinar var skipaður dómari við réttinn upplýsti hann hina nýju samstarfsmenn sína um bréfið til Geirs en segist jafnframt hafa fallið frá II. lið bréfsins þar sem hann fór fram á að settur dómsmálaráðherra hlutaðist til um rannsókn á framferði dómaranna við réttinn. Jón Steinar segist í bókinni sjá eftir þessu. „Þegar ég skoða þetta núna fæ ég bakþanka yfir þessu síðasta. Átta af níu dómurum við æðsta dómstól þjóðarinnar höfðu orðið berir af því að misbeita valdi sínu í þágu hagsmuna, sem þar áttu ekki að koma við sögu. Með háttalagi sínu höfðu þeir sýnt að þeir voru búnir til slíks. Hvernig er unn að treysta dómurum sem haga sér svona? (...) Ég var of upptekinn af eigin hagsmunum þegar ég féll frá fyrirætlunum mínum um að láta rannsaka háttsemi þeirra. Þar sem ég hafði fengið skipun í stöðu dómara taldi ég þá mega sleppa án þess að leitt yrði í dagsljósið hvernig þeir höfðu hagað sér, þegar að minnsta kosti sumir þeirra reyndu að fá aðra lögfræðinga til að sækja um á móti mér, hótuðu mér en hétu þeim hlutdrægni í umsögninni og stóðu svo við fyrirheitið.“ (bls. 288-289).Markús Sigurbjörnsson forseti Hæstaréttar. Markús er af mörgum talinn fremstur meðal jafningja í stétt lögfræðinga hér á landi og er þekktur fyrir mikil afköst og tæknilega kunnáttu.Telur Markús hafa farið út af sporinu Jón Steinar virðist eiga í dálítið sérstöku sambandi við Markús Sigurbjörnsson forseta Hæstaréttar ef marka má bókina. Draga má þá ályktun að Jón Steinar dáist að lögfræðikunnáttu, afköstum, tæknilegri getu og hæfileikum Markúsar en fyrirlíti hann á sama tíma. Þegar bókin kom út var Jón Steinar í viðtali um efni hennar í Íslandi í dag á Stöð 2. Á einum tímapunkti í viðtalinu var hann spurður út í þetta og svaraði hann þannig: „Markús Sigurbjörnsson er afburða fær lögfræðingur. Það er engin spurning. Hann er afkastamikill og hefur góða greind og skilning. En mér finnst hann hafa farið út af sporinu í málum og einhvern veginn vanti hann eitthvað sem góður dómari þarf að hafa.“ Markús, sem var skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 aðeins 39 ára að aldri, er af mörgum talinn fremstur meðal jafningja í stétt lögfræðinga. Reyndur dómari við einn af héraðsdómstólum landsins sagði eitt sinn við þann sem þetta ritar að sér væri „til efs að nokkur annar slíkur lögfræðingur myndi koma fram hér á landi.“Markús tjáir sig ekki um efni bókarinnar Markús er eini dómarinn af þessum átta, sem Jón Steinar telur að hafi staðið í ráðabruggi gegn sér og misfarið með vald sitt, sem er enn starfandi við Hæstarétt. Fréttastofan sendi honum svohljóðandi fyrirspurn vegna ásakana sem koma fram í bókinni í hans garð: Sæll Markús.Jón Steinar Gunnlaugsson setur fram ávirðingar í þinn garð í bókinni í Í krafti sannfæringar – saga lögmanns og dómara. Ég er þá aðallega að vísa í umfjöllun á bls. 269-289 í bókinni.Mér þætti vænt um ef þú gætir svarað eftirfarandi spurningum um málið vegna fréttar: Er það rétt að þú og átta aðrir dómarar við Hæstarétt hafi lagt á ráðin um að fá aðra umsækjendur til að sækja um embætti dómara við Hæstarétt haustið 2004 til að reyna að hindra að Jón Steinar yrði skipaður dómari við réttinn?Hvattir þú einhvern tímann einhverja lögfræðinga til að sækja um embætti hæstaréttardómara á árinu 2004? Ef svo er, gafst þú viðkomandi bein eða óbein fyrirheit um stuðning í umsögn réttarins?Er það rétt að aðferðafræði Hæstaréttar við röðun á hæfni umsækjenda á grundvelli þágildandi 3. mgr. 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 hafi verið breytt sérstaklega haustið 2004? Ef svo er, við hvaða lagaheimild var stuðst?Ertu sammála því að Hæstiréttur hafi farið út fyrir valdheimildir sínar með því að breyta aðferð við röðun á hæfni umsækjenda að óbreyttum lögum í umrætt sinn? Ert þú tilbúinn í sjónvarpsviðtal til að ræða þessi mál?Þér er velkomið að ræða þetta mál í gegnum síma frekar ef svo ber undir. Svar Markúsar var svohljóðandi:Sæll.Aðrir starfsmenn fjölmiðla, sem hafa borið upp við mig spurningar út af efni neðangreindrar bókar , hafa fengið það svar að ég tjái mig ekki um það. Svarið til þín verður að vera á sama veg.KveðjaMarkús Sigurbjörnsson.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira